Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Þórður ritstjóri: „Þá á ég að fara í yfirheyrslu sem sakborningur fyrir glæp sem enginn kærði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórður Snær Júlíusson, ristjóri Kjarnans, á von á því að verða yfirheyrður af lögreglu í dag vegna meintra brota gegn Páli Steingrímssyni, skipstjóra og meðlimi í skæruliðasveit Samherja. Ritstjóranum er gefið að sök að hafa haft undir höndum og mögulega dreift kynlífsmyndböndum úr símanum sem voru af skipstjóranum sjálfum.

Í gær vísaði Landsréttur frá kæru Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns Stundarinnar, um að lögreglunni hafi verið óheimilt að taka skýrslu af honum sem sakborningur. Aðalsteinn, sem furðar sig á því að Landsréttur hafi ekki tekið efnislega afstöðu í máli, hyggst kæra þetta áfram til Hæstaréttar.

Eins og staðan er í dag á að yfirheyra Þórð og Arnar Ingólfsson samstarfsmanns á Kjarnanum. Ritstjórinn tjáir sig um málið á Twitter:

„Jæja, þá á ég að fara í yfirheyrslu sem sakborningur fyrir glæp sem enginn kærði, ekkert liggur fyrir um að hafi verið framinn og ég hafði ekki hugmyndaflug til að ímynda mér fyrr en ég las um í glórulausri greinargerð staðgengils lögreglustjórans. Hresst,“ segir Þórður og bætir við:

„Einsdæmin í þessum farsa eru að verða ansi mörg. Aldrei áður hefur jafn miklu púðri verið eytt í kæru á símastuldri sem í ofanálag einhver er búinn að játa á sig. Og ég man ekki til þess að lögregla sé að birta stærilætisfréttir um niðurstöðu dómstóla um réttmæti rannsókna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -