Laugardagur 24. febrúar, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Þórður ritstjóri um Pál skipstjóra: „Ekk­ert liggur fyrir um að eitrað hafi verið fyrir mann­in­um“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, segir að engin fyrirliggjandi gögn né handfastar vísbendingar séu uppi fyrir því að reynt hafi verið að eitra fyrir Páli Steingrímssyni, skipstjóra Samherja. Ritstjórinn sætir lögreglurannsókn, ásamt þremur öðrum blaðamönnuum, fyrir að hafa framið stafrænt kynferðisbrot gegn skipstjóranum.

Páll hefur fullyrt að eitrað hafi verið fyrir honum og farsíma hans síðan stolið. Gögn úr hinum stolna farsíma hafi síðan verið dreift til fjölmiðlamanna og verið notuð sem grunnur í fréttaflutningi. Þórður segir gögn málsins hins vegar sýna það svart á hvítu að ekkert liggi fyrir um að eitrað hafi verið fyrir Páli.

Það kemur fram í ítarlegri skýringargrein Þórðar sem hann birtir á eigin miðli. Við skulum gefa Þórði Snæ orðið:

„Páll Stein­gríms­son hefur haldið því fram að fyrir honum hafi verið eitrað með þeim afleið­ingum að hann hafi misst með­vit­und og verið fluttur á sjúkra­hús í Reykja­vík með sjúkra­flugi. Farið hefur verið með þessa stað­hæf­ingu sem stað­reynd víða í þjóð­mála­um­ræð­unni síð­ustu mán­uði, eða allt frá því að mbl.is birti mynd af Páli í sjúkra­rúmi 25. maí 2021.

Við skýrslu­töku sagði Páll að hann teldi að honum hefði verið byrlað svefn­lyf­inu Imovane. Páll hélt því fram að lyf­inu hafi verið blandað í bjór sem honum var færð­ur. Hann sagð­ist auk þess þekkja lyfið vel þar sem „hann var vanur að nota það tengt vinn­u.“

Gögn máls­ins sýna sann­ar­lega að Páll veikt­ist snemma í maí í fyrra og að hann hafi verið í krítísku ásig­komu­lagi. Þau sýna að hann hafi verið fluttur til Reykja­víkur frá Akur­eyri vegna ástands síns. En þau sýna líka svart á hvítu að ekk­ert liggur fyrir um að eitrað hafi verið fyrir mann­in­um. Í þeim eru hins ýmsar aðrar mögu­legar ástæður fyrir ástandi hans viðr­aðar af mun meiri alvöru.

- Auglýsing -
Þess­ari nið­ur­stöðu var skilað inn til lög­reglu 15. sept­em­ber 2021, að sögn Þórðar.

Í fyrsta lagi liggur ekki fyrir játn­ing þess aðila sem hann sakar um að hafa byrlað sér. Þvert á móti neitar sá aðili því stað­fast­lega, tví­veg­is, við skýrslu­töku að hafa eitrað fyrir Páli. Í öðru lagi liggja fyrir sjúkra­skýrsl­ur, bæði frá Akur­eyri og Reykja­vík, þar sem skýrt kemur fram að ekk­ert bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir hon­um. 

Á sjúkra­hús­inu á Akur­eyri, þann 4. maí 2021, voru fram­kvæmdar fjöl­margar rann­sóknir á Páli en engin ástæða fannst fyrir með­vit­und­ar­skerð­ingu hans. Svo­kallað tox-screen fyrir eit­ur­efnum var nei­kvætt. Það fannst ekk­ert í blóði hans. Í grein­ar­gerð til lög­reglu stend­ur: „Við fundum ekki neinar prufur sem bentu til eitr­un­ar.“ Páll brást heldur ekki við því þegar honum voru gefin mótefni fyrir mor­fín- eða róandi lyfjum á borð við Imovane.

Í rétt­ar­fræði­legri mats­gerð rétt­ar­meina­fræð­ings, sem lög­reglan á Norð­ur­landi eystra keypti fyrir 113.570 krón­ur, kemur fram að hægt sé að gera eit­ur­efna­mæl­ingu á höf­uð­hári. Það krefst þess að minnst 4-6 vikur séu liðnar frá atburð­inum áður en hár­sýni er tekið og að við­kom­andi hafi ekki farið í lit­un/aflitun á hári né meiri­háttar klipp­ingu. Í mats­gerð­inni seg­ir: „Í þessu til­viki upp­lýsti lög­reglan að mað­ur­inn, sem var mjög þunn­hærð­ur, hafði farið a.m.k. 3 sinnum í klipp­ingu og var mjög stutt­klippt­ur. Lög­reglan mat það svo að það væri mjög lang­sótt að hægt væri að fá not­hæft sýni frá mann­in­um, og var fallið frá því að láta á það reyna.“

- Auglýsing -

Nið­ur­staða rétt­ar­mein­ar­fræð­ings­ins er skýr: „Ekki er hægt að kom­ast að frek­ari nið­ur­stöðu hvað olli ástandi manns­ins að svo stöddu. Í fyr­ir­liggj­andi gögnum fund­ust engar hand­fastar vís­bend­ingar um að reynt hafi verið að eitra fyrir hon­um.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -