Miðvikudagur 24. júlí, 2024
14.3 C
Reykjavik

Þrjú flutt á slysadeild er sprengja sprakk á Hótel Borg: „Eitthvað sem líktist sígarettu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikill fjöldi kom saman laugardagskvöldið 28. júlí árið 1990, á Hótel Borg til þess að sletta úr klaufunum, dansa og hafa gaman. Kvöldið endaði hins vegar á slysadeild hjá sumum dansgestanna.

Tvær ungar konur og maður á svipuðum aldri urðu fyrir þeirri óhugnanlegu reynslu 28. júlí árið 1990 að verða fyrir sprengju sem kastað var í dansþvögu á Hótel Borg. Önnur kvennanna slasaðist nokkuð illa á öx, hin á fingri en maðurinn slasaðist á andliti. Svo margir voru á staðnum að illmögulegt reyndist að sjá hver kastaði sprengjunni, sem líktist sígarettu að sögn kvennanna.

DV fjallaði um málið en fréttina má lesa hér fyrir neðan:

Voðaverk á Hótel Borg í fyrrinótt:

Sprengju kastað – þrír hlutu brunasár og fluttir á slysadeild

Tvær 25 ára gamlar konur og  karlmaður á sama aldri voru flutt á slysadeild með brunasár eftir að einhvers konar sprengju eða kínverja var kastað að þeim og fjölda annarra á dansgólfinu á Hótel Borg á laugardagskvöldið. Önnur stúlkan hlaut annars stigs brunasár á öxl, maðurinn meiddist á andliti en hin konan slasaðist á fingri. Svo virðist sem viðstaddir hafi ekki getað gert sér grein fyrir því hver kastaði sprengjunni.
Að sögn kvennanna voru þær að dansa þegar „eitthvað sem líktist sígarettu“ sprakk skyndilega við öxlina á annarri þeirra. Hin hafði aðra höndina þar sem sprenjan sprakk og hlaut hún sár á fingrum. Ungur maður sem var nálægur hlaut skurð á efri vör og bólgnaði hann á kinn. Sprengjunni var því greinilega kastað beint út í mannþröngina á dansgólfinu og tilviljun látin ráða hver yrði fyrir henni. Mesta mildi má teljast að þarna fór ekki verr en raun bar vitni. Að sögn eins starfsmanns á Hótel Borg, sem var á vakt um kvöldið, var ekki vitað hver ber ábyrgð á þessum voðaverknaði. „Það virðist enginn hafa séð hver kastaði sprengjunni,“ sagði hann í samtali við DV í morgun.
Að sögn starfsmannsins fannst ekkert á vettvangi sem bent gat til þess hvers konar sprengju var kastað að fólkinu, enda var fjöldi fólks samankominn í miklum hávaða og því erfitt um vik að kanna aðstæður strax.
Lögreglunni var gert viðvart rétt fyrir klukkan þrjú aðfaranótt sunnudagsins og er málið nú til rannsóknar.
Svona atburðir, þar sem fólki er vísvitandi stefnt í hættu, eru litnir mjög alvarlegum augum. Eftir því sem DV kemst næst hefur enginn verið handtekinn vegna málsins.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -