Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Þýddi ljóð Palestínumanns sem drepinn var í gær ásamt sex börnum sínum: „Ef ég verð að deyja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Bragi Páll Sigurðarsson þýddi ljóð eftir palestíska skáldið Refaat Alareer, sem var myrtur ásamt allri fjölskyldu sinni í loftárásum ísraelska hersins í gær. Birti Bragi ljóðið á Facebook í dag.

Refaat Alareer var ljóðskáld, rithöfundur, aktivisti og prófessor frá Gaza, Palestínu en hann var drepinn ásamt allri fjölskyldu sinni, eiginkonu og sex börnum, í loftárásum ísaelska hersins í gær. Alareer fæddist 23. september árið 1979 í Gaza-borg og var því 44 ára er hann var drepinn. Kenndi hann bókmenntir og ritlist við Íslamska háskólans á Gaza.

Rithöfundurinn og ljóðskáldið Bragi Páll Sigurðarson birti í dag þýðingu sína á ljóði eftir Alareer. Ljóðið heitir Ef ég verð að deyja. Við færsluna skrifað rithöfundurinn: „Palestínska ljóðskáldið Refaat Alareer var myrtur, ásamt allri fjölskyldu sinni, af Ísraelska hernum í gær. Hér er þýðing mín á ljóðinu hans If I must die.“

Hér má lesa þýðinguna:

Ef ég verð að deyja
Ef ég verð að deyja
verður þú að lifa
til að segja söguna mína
til að selja hlutina mína
til að kaupa efnisbút
og tvinna
(hafðu hann hvítan með löngum hala)
svo að barn, einhvers staðar í Gaza
þar sem það horfir í auga himinsins
bíðandi eftir pabba sínum sem hvarf í eldhnetti –
og kvaddi ekki neinn
ekki einu sinni eigið hold
ekki einu sinni sjálfan sig –
sjái flugdrekann, flugdrekann minn sem þú bjóst til, fljúgandi fyrir ofan sig
og haldi í smá stund að þar fari engill
sem komi með ást
ef ég verð að deyja
láttu það færa von
láttu það verða sögu

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -