Mánudagur 17. júní, 2024
9.8 C
Reykjavik

Túristi kærir gagnaleynd: „Umhugsunarvert að meiri upplýsingar séu veittar í öðrum löndum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einu upplýsingarnar sem til eru um flugumferð til og frá Keflavíkurflugvelli á Íslandi, eftir flugfélögum og flugleiðum, eru samantektir Túrista, því sem Mannlíf kemst best að. Fjölmiðillinn hefur birt upplýsingar þess efnis mánaðarleg allt frá árinu 2011, en upplýsingarnar ná þó aðeins yfir fjölda brottfara, en ekki fjölda farþega. Á þeim upplýsingum situr Isavia á meðan flugmálayfirvöld í mörgum öðrum löndum, t.d. Bandaríkjunum, Bretlandi og Danmörku birta þær mánaðarlega.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og fyrrverandi ráðherra ferðamála sagði í samtali við Túrista árið 2018, þegar fjölmiðillinn óskaði eftir minni leynd og auknu upplýsingaflæði, að hún teldi að almenna reglan ætti að gilda í þessu sem öðru. Þórdís talaði um að það ætti að veita eins miklar upplýsingar og hægt er að teknu tilliti til réttmætra hagsmuna þeirra sem hlut eiga að máli.

„Þess ber þó að gæta að strangar reglur gilda um upplýsingagjöf fyrirtækja á markaði enda geta þær haft mikil áhrif á verðmæti hlutabréfa fyrtækjanna. Svipuð sjónarmið geta gilt um óskráð félög. Mér finnst umhugsunarvert að meiri upplýsingar skuli vera veittar í ýmsum öðrum löndum og það gæti verið vísbending um að við ættum að endurskoða okkar nálgun. Hugsanlega eru að einhverju leyti eðlilegar skýringar á þessu en ég hallast að því að við getum gert betur í upplýsingagjöf en við gerum í dag og ég tel eðlilegt að ræða það. Eins og til dæmis hvort unnt sé að birta mánaðarlega tölur um fjölda farþega á milli Íslands og hvers og eins flugvallar, eins og er gert í Bretlandi.“

Enn í dag þarf að leita út fyrir landsteinana eftir þessum upplýsingum, en Túristi hefur árangurslaust kært þessa leynd sem ríkir um gögnin. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að Isavia bæri ekki skylda til að birta upplýsingar um flugumferð til og frá landinu. Öfugt við það sem tíðkast til að mynda í Bandaríkjunum og Bretlandi.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -