Laugardagur 24. febrúar, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Tveir hálfberir menn slógust á Austurvelli – Fjöldi manns skemmti sér yfir barsmíðunum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sumarið 2004 var afar gott á höfuðborgarsvæðinu og eins og oft á góðviðrisdögum safnaðist fólk saman á Austurvelli og lét sólina sleikja sig. Blíðan var það góð í júlí í Reykjavík það árið að sólsleiktir borgarbúar létu ekki blóðug slagsmál tveggja manna trufla sæluna.

DV gerði frétt þann 19. júlí árið 2004 sem hefði átt að fá Pulitzer-verðlaun en hún fjallaði um slagsmál sem brutust út á milli tveggja hálf nakinna karlmanna sem höfðu fengið sér aðeins og mikið í báðar tærnar. Fólk sem lá í sólbaði og spjallaði á grasinu á Austurvelli virtist ekki kippa sig upp við barsmíðarnar en það var ekki fyrr en lögregluna bar að, sem félagi mannanna stöðvaði áflogin. Gekk DV svo langt að segja að fólkið hafi skemmt sér yfir slagsmálunum en ekki verður lagt mat á það í þessum baksýnisspegli.

Hér má lesa part úr frétt DV og sjá tímamótaljósmyndirnar sem teknar voru af „stemmningunni“:

Fólk skemmti sér yfir barsmíðum í blíðunni

Slagsmál brutust út á Austurvelli milli tveggja manna sem virtust hafa fengið sér of marga bjóra í góða veðrinu á dögunum. Sá eldri hafði betur og lét höggin dynja á félaga sínum eftir að hafa legið með honum í túninu allan daginn berir á ofan við bjórdrykkju. Nærstaddir horfðu á í makindum sínum en gerðu ekkert.

Hörkuslagsmál

Túnið var troðfullt af fólki sem virtist ekki brugðið, lá hið rólegasta og fylgdist með manninum dúndra hverju högginu á fætur öðru í andlitið á hinum manninum sem gat sig hvergi hreyft. Ekki var náungakærleikurinn mikill þar sem fólk virtist skemmta sér ágætlega yfir barsmíðunum, einstaka maður stóð upp og tók mynd af félögunum sem veltust um í túninu. Ekki virtist nokkur hafa áhuga á að reyna að stöðva barsmíðamar. Horfðu bara á þetta eins og box á sjónvarpsstöðinni Sýn. Það var ekki fyrr en félagi „boxarans“ varð var við lögregluna að hann rauk upp og reyndi að slíta mennina í sundur. Lögreglan stöðvaði ofbeldismennina og leiddi þá í burtu inn í Veltusund þar sem mennirnir föðmuðust að lokum.

- Auglýsing -

Lögreglan fylgdist svo með mannlífinu um stund og öryggi fólksins í túninu var tryggt á ný. Miðbærinn iðaði af lífi enda veðrið frábært tæplega 20 gráður á Austurvelli. Á meðan mennirnir slógust í túninu seinni part föstudags tefldi Hrafn Jökulsson við krakkana í Lækjarbrekku, þar sem var líka fjörlegur bókamarkaður.

- Auglýsing -

Á torginu safnaðist fólk saman í kringum tónlistarmenn sem spiluðu slökunartónlist undir klukknaturninum. Fólk var rausnarlegt kastaði peningum í mennina og keypti af þeim geisladisk þeirra. Lífið á kaffihúsunum blómstraði, setið við öll borð. Þeir sem ekki fengu borð fóru í Ríkið, keyptu bjórinn þar og settust í túnið eða á bekki miðborgarinnar. Fólk hafði orð á því að stemningin væri engu lík eins og í miðborg stórborgar í útlöndum, margt skemmtilegt í gangi en svo náttúrulega alltaf eitthvað leiðinlegt sem líka er hægt að skemmta sér yfir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -