Mánudagur 29. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Tveir létust í bílslysinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tveir erlendir ferðamenn létust í alvarlegu bílslysi er varð rétt fyrir tíu í morgun á Þjóðvegi 1, vestan við afleggjarann að Skaftafelli.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi skullu tveir bílar saman en þeir komu úr gagnstæðum áttum. Mikil hálka var á vettvangi. Alls voru átta í bílunum tveimur en tveir þeirra, erlendir ferðamenn, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Hinir sex slösuðust minna en fengu aðhlynningu á Landspítalann í Fossvogi, en þeir voru fluttir þangað með þyrlu Landhelgisgæslunnar, samkvæmt frétt Vísis.

Á vettvang slyssing fór fjölmennt lið viðbragðsaðila frá slökkviliðum, björgunarsveitum, lögreglu og sjúkraflutningum, auk tveimur þyrlum Gæslunnar.

Vinnan á vettvangi er komið langt á leið samkvæmt tilkynningu lögreglunnar en rannsókn málsins er á frumstigi en það er lögreglan á Suðurlandi sem framkvæmir hana. Þjóðveginum er lokað á meðan unnið er á vettvangi en hægt er að aka um hjáleið við Skaftafell.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -