Þriðjudagur 8. október, 2024
3.5 C
Reykjavik

Tveir létust vegna Covid-19 – Innlögnum fjölgar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tveir sjúklingar létust vegna Covid-19 á Landspítala um helgina. Innlögnum vegna sjúkdómsins hefur farið fjölgandi undanfarnar vikur og liggja nú á fjórða tug einstaklinga á spítalanum með sjúkdóminn.

Vísir greinir frá þessu. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala staðfestir andlátin og segir 34 einstaklinga inniliggjandi með Covid-19, bæði á legudeildum og á bráðamóttöku.

Greint hefur verið frá því að um og yfir 200 manns hafi greinst með sjúkdóminn á degi hverjum undanfarna daga. Flestir þeirra sem smitast nú eru einstaklingar sem ekki hafa fengið sjúkdóminn áður. Grímuskylda er nú aftur á Landspítala og á það við starfsmenn, sjúklinga og gesti. Þá hafa heimsóknartímar verið takmarkaðir.

Már Kristjánsson segir í samtali við RÚV að á næstu dögum muni koma í ljós hvort allt fari á hliðina eftir mikið samkomuhald síðustu daga.

Hópsmit eru á 9 starfsstöðvum Landspítalans og spítalinn á óvissustigi.

Már segir að eftir sex til sjö mánuði sé mótefni farið að dala í líkama fólks og aukningu megi hugsanlega rekja til þess að langur tími er nú liðinn frá síðustu fjöldabólusetningu. Hann segir ástandið á spítalanum þungt, enda margt starfsfólk í sumafríi og færri til staðar til að takast á við stöðuna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -