Þriðjudagur 21. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Tveir menn ógnuðu konu með hníf á heimili hennar: „Hrintu mér til hliðar og óðu inn í íbúðina“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þann 14.ágúst 1984 gerðist það óhugnalega atvik að tveir menn réðust inn á heimili við Háteigsveg. Mennirnir voru vopnaðir hnífum og höfðu í hótunum við konuna sem þar bjó og ógnuðu henni með hnífum. DV fjallaði um málið en þar kom fram að mennirnir sögðust ætla að drepa eiginmann hennar sem var þá ekki heima. „Eftir að hafa hrætt konuna tóku þeir frá henni búr með páfagaukum í og héldu á brott með þeim orðum að þeir kæmu brátt aftur til að drepa manninn. Frá Háteigsvegi héldu mennirnir í annað hús við Miklubraut þar sem þeir höfðu sams konar hótanir í frammi við stúlku sem þar býr,“ segir í frétt DV. Ekki leið á löngu þar til lögregla náði mönnunum og var annar þeirra settur í varðhald. Samkvæmt upplýsingum hjá Rannsóknarlögreglunni sem hafði málið til meðferðar á þessum tíma voru mennirnir alræmdir glæpamenn og höfðu komið oft við sögu hjá lögreglunni á undanförnum árum. Þá var tekið fram að báðir mennirnir hafi verið undir áhrifum vímuefna þegar atburðirnir gerðust.

„Þeir hringdu fyrst bjöllunni og komu svo upp og spurðu um Hilmar. Hann var ekki heima en þeir trúðu því ekki, hrintu mér til hliðar og óðu inn í íbúðina að leita að honum, sögðust komnir til að drepa hann,” sagði Erla Ragnarsdóttir í samtali við DV. Hún sagði annan manninn hafa verið mjög skuggalegan í útliti og virtist viti sínu fjær af heift. Hinn manninn sagði hún hafa verið venjulegan og mun rólegri en sá fyrri.

„Sá æstari var með hníf með sér sem hann otaði að mér og eftir hann eru hnífaför í borðstofuborðinu og á útidyrunum. Hann sagði sífellt: „Við komum aftur. Segðu honum að við komum aftur.” Ég veit ekki hvort þeir voru sárir en allavega var blóð eftir þá á hurðarhúninum og teppinu niðri,” sagði Erla. Eftir nokkra stund losnaði hún við mennina úr íbúðinni en höfðu þeir á brott með sér páfagaukabúr og tvo páfagauka sem þau hjónin áttu. Fuglarnir fundust síðar niðri í bæ. Hilmar, eiginmaður Erlu, leit málið alvarlegum augum og kærði báða mennina í kjölfarið. Aðspurð hvort hún hafi verið hrædd meðan á þessu stóð sagðist Erla hafa verið furðu róleg. Sjokkið hafi komið eftir að mennirnir fóru en þá hafi hún verið stjörf af hræðslu. Eins og áður kom fram voru mennirnir handteknir og ákærðir fyrir verknaðinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -