Fimmtudagur 25. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Ull­ar­saga Íslend­inga frá land­námi lituð af áföll­um og gjaldþrot­um

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ull­ar­saga Íslend­inga er frá land­námi lituð af áföll­um og gjaldþrot­um en einnig góðær­is­tíma­bil­um þar sem iðnaður­inn var blóm­leg­ur. Lík­lega náði ull­ariðnaður Íslend­inga á síðustu öld hápunkti þegar hið frá­bæra tísku­fyr­ir­tæki Hilda hf. flutti út tískufatnað úr ís­lenskri ull árið 1980 fyr­ir um sex millj­ón­ir banda­ríkja­dala segir í grein á Smartland.

Eft­ir það fór allt fljótt niður á við. Tísk­an breytt­ist, inn­flutn­ing­stoll­ar voru felld­ir niður vegna inn­göngu Íslands í EFTA og aðgengi að út­lend­um fatnaði fyr­ir Íslend­inga varð auðveld­ara og Kína fór að fram­leiða vör­ur á marg­falt lægra verði en áður þekkt­ist.

Ull­ariðnaður Íslands hvarf á skömm­um tíma en það sama gerðist einnig í mörg­um öðrum Evr­ópu­lönd­um eins og til dæm­is Skotlandi.

Eft­ir að um­hverf­is­mál­in hafa orðið að okk­ar stærsta verk­efni hef­ur verið mik­il gagn­rýni á ódýra massa­fram­leiðslu þar sem plastefni eins og nælon og pó­lýester hafa verið áber­andi. Þessi efni menga vatnið okk­ar í hvert sinn sem þau fara í þvotta­vél, en þá dreifast út í vatnið plastagn­ir sem við end­um með að borða í sjáv­ar­fangi að lok­um.

Við sjá­um fram á nýja tíma; tíma þar sem nátt­úru­leg efni verða eft­ir­sótt­ari og dýr­ari en plastefn­in munu hverfa að miklu leyti. Ljóst er að við þurf­um að fara miklu bet­ur með þessi efni og hanna úr þeim vandaðar flík­ur sem geta átt mörg fram­halds­líf, segir Linda Björg Árnadóttir, hönnuður og eigandi Scintilla.

Ekk­ert fyr­ir­tæki er leng­ur starf­andi á Íslandi sem sút­ar gær­ur og hafa þær verið flutt­ar úr landi hrá­ar eða jafn­vel ein­fald­lega urðaðar því það hef­ur ekki svarað kostnaði að senda þær utan,“ seg­ir Linda Björg Árna­dótt­ir hönnuður í pistli á Smartlandi:

Fyr­ir­tækið Brákarey er rekið af þrem­ur bænd­um á Vest­ur­landi og er mark­miðið að full­vinna allt það sem til fell­ur af þeirra sauðfé með nýtni og sjálf­bærni að leiðarljósi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -