Miðvikudagur 10. apríl, 2024
5.8 C
Reykjavik

Umræða á villigötum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Grein Mannlífs – Nýjar rannsóknir blása á fullyrðingar um hættuna vegna framræsts lands.

Þann 29. nóvember skrifaði ritstjórn Mannlífs grein undir heitinu Nýjar rannsóknir blása á fullyrðingar um hættuna vegna framræsts lands og vitnað þar til skrifa Bændablaðsins og umfjöllunar um skýrslu Landbúnaðarháskóla Íslands, LBHÍ.  „Langtímatap kolefnis í framræstu ræktarlandi“ sem stýrt var af Þóroddi Sveinssyni.

Undirritaður hefur þegar svarað fullyrðingum sem fram komu í umræddri skýrslu með skrifum í Bændablaðið. Skýrslan fær því miður falleinkunn og það er dapurlegt Landbúnaðarháskóli Íslands bregðist ekki við þegar Bændablaðið og Mannlíf nú birta umfjöllun um skýrsluna – kannski vill skólinn afneita skýrslunni. 

Rannsóknamarkmið hópsins hjá LBHÍ voru þrjú: 

  1. Að greina  breytileika  í  langtíma  kolefnislosun  framræsts  lands  eftir  jarðvegsgerðum. 
  2. Að þróa viðurkennda íslenska losunarstuðla fyrir framræst ræktarland. 
  3. Að greina  mögulegan breytileika  í  kolefnisbúskap  eftir  öðrum  umhverfisþáttum og ræktunaraðferðum. 

Í rannsókn Landbúnaðarháskólans eru aðeins borin saman tvö svæði innan sama landshluta sem hvort um sig eru afar ólík, bæði hvað varðar ræktun sem og landnýtingu. Ekki er heldur ljóst um hverskonar votlendisjarðveg er að ræða sem hefur í upphafi verið ræstur fram, svæðin tvö eru því ósamanburðarhæf. Þetta atriði eitt og sér veldur því að útilokað er að draga einhverjar ályktanir af þessum niðurstöðum sem væri hægt að nýta til að áætla núverandi loftslagsáhrif vegna ræktunar. Til viðbótar reyndist ekki unnt að mæla jarðvegsþykkt framræsta landsins og einnig kom í ljós að jarðvegur hafði verið fluttur inn á annað rannsóknasvæðið. Niðurstöður rannsóknarinnar og ályktanir byggðar á þeim eru því vafasamar, í besta falli. 

Í stuttu máli þá nær þessi rannsókn tæplega neinu þriggja meginmarkmiða sinna: Hún gefur engar upplýsingar um breytileika í langtímakolefnislosun, niðurstöðurnar er ekki hægt að nota til að reikna viðurkennda losunarstuðla og hún gefur ekki neinar upplýsingar sem má nota til að meta breytileika eftir öðrum umhverfisþáttum. 

- Auglýsing -

Rannsóknir vegna loftlagsbókhalds.

Votlendisjarðvegur á Íslandi skiptist í þrjá meginflokka og hver þessara meginflokka er mismunandi að eiginleikum og ef gera á marktæka rannsókn til að varpa ljósi á þessa eiginleika, þá verður að miða fjölda sýnatökusvæða við það, þ.e. sýnafjöldi þarf að vera í tugum talið úr hverri landgerð. 

Megináhersla í rannsóknum Íslands vegna loftslagsbókhaldsins er á tvær landgerðir, mólendi og votlendi sem samanlagt þekja tæplega 70% landgerða skv. þeim skilgreiningum sem notaðar eru í loftslagsbókhaldinu. Þessar tvær landgerðir eru jafnframt ábyrgar fyrir tæplega 85% losunar miðað við stöðuna í dag. Landgerðin ræktarland tekur einungis til um 1% af heildarflatarmáli landgerða sem falla undir landnýtingarhluta loftslagssamningsins, þess vegna eru þær rannsóknir ekki fjármagnaðar af rannsóknaáætlun loftlagsbókhaldsins. 

- Auglýsing -

Breytileiki.

Einstakar mælingar á votlendissvæðum sýna á köldum rigningardegi í mesta lagi eins til tveggja tonna losun á hektara og þegar jörð er frosin sýna mælingar enga losun. Á þurrum sólardegi sýna mælingar yfir 100 tonna losun á hektara. Jarðvegur er mjög fjölbreytilegur og mikilvægt að sá breytileiki sé endurspeglaður og að rannsóknir standi yfir í nokkur ár til að endurspegla mismunandi veðurfar.  

Þær rannsóknir sem nauðsynlegar eru til að meta breytileika jarðvegs til notkunar í loftslagsbókhaldi Íslands LULUCF (landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt) kallar einfaldlega á stórt sýnaúrtak og gríðarlega mikla vinnu – hjá því verður ekki komist.

Dr. Árni Bragason, landgræðslustjóri

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -