Fimmtudagur 5. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Una segir sögu sína: „Ég fékk flogakast og fór í sneiðmyndatöku þar sem æxlið sást“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta gerðist í raun allt rosahratt. Ég fékk flogakast og fór vegna þess í sneiðmyndatöku þar sem æxlið sást. Ef ég man rétt þá var það þremur eða fimm dögum síðar sem ég fór í skurðaðgerð og svo var æxlið sent í vefjagreiningu og það leið ekki langur tími þar til að við vissum að þetta var illkynja æxli; sem sagt krabbamein,“ segir Una Torfadóttir í nýju helgarblaði Mannlífs. Tónlistarkonan og klæðskeraneminn Una Torfadóttir greindist með alvarlegt krabbamein árið 2020, þá aðeins tvítug að aldri. Það vakti þjóðarathygli þegar móðir hennar, Svandís Svavarsdóttir, tók sér hlé frá störfum sem heilbrigðisráðherra til að berjast við veikindin með henni.

„Þetta gerðist í raun allt rosahratt. Ég fékk flogakast og fór vegna þess í sneiðmyndatöku þar sem æxlið sást. Ef ég man rétt þá var það þremur eða fimm dögum síðar sem ég fór í skurðaðgerð og svo var æxlið sent í vefjagreiningu og það leið ekki langur tími þar til að við vissum að þetta var illkynja æxli; sem sagt krabbamein.
„Það sem ég allavega upplifði var að það tók einhver við, ég veit ekki hvort það var undirmeðvitundin eða ég veit ekki hvað, en það kom einhver svona kraftur upp innra með mér. Ég var mjög bjartsýn og mjög vongóð og mjög jákvæð í gegnum þetta og ég held að það sé í rauninni það sem gerist hjá mjög mörgum, að þegar maður lendir í svona áfalli og fær svona sjokk að líkaminn fer í svona eitthvert „survival mode“ og maður fer í að vera rosalega lausnamiðaður. Ég varð líka mjög upptekin af því að skilja sjúkdóminn og skilja allt sem var í gangi og líða svona eins og þetta væri verkefni sem ég hefði einhver tök á; eitthvað sem ég vissi hvað ég var að glíma við.
En þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta náttúrlega bara langmest um æðruleysi og von og að treysta læknunum og treysta fjölskyldu sinni. Að reyna ekki að gera allt sjálfur, heldur að reyna að hleypa fólki að og það er það sem ég reyndi að gera,“ segir Una en viðtalið má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -