Mánudagur 20. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Karen ætlaði að klífa Drangaskarð í nóvember 1986 – Fannst látin nokkrum dögum síðar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hollensk stúlka, Karen Van Der Stan hóf starf sem sjúkraþjálfari á Neskaupsstað árið 1985 og hafði unnið þar í ár þegar hún skyndilega hvarf.

Karen, sem var 23 ára þegar hún hvarf í nóvember 1986, var mikil útivistakona og hafði lýst áhuga sínum á að ganga á Drangaskarð, milli Norðfjarðar og Mjóafjarðar og þangað sást einmitt til hennar síðast á lífi. Mikil leit var gerð að hinni ungu konu en yfir 60 leitarmenn úr björgunarsveitium af svæðinu leituðu hennar til að byrja með en sífellt bættist við mannskapur og þegar mest var, leituðu 120 manns að Kareni. Það var svo á þriðjudagsmorgni um klukkan 9:30, sem hún fannst látin í Drangaskarði en hún hafði fallið fram af klettasyllum.

Morgunblaðið fjallaði um hið sorglega slys á sínum tíma. Hér má lesa þá umfjöllun:

Hollenska stúlkan fannst látin í Drangaskarði

HOLLENSKA stúlkan, sem leitað var á Neskaupstað á mánudag og aðfaranótt þriðjudags, fannst látin í Drangaskarði um klukkan 9.30 í gærmorgun. Stúlkan hafði fallið fram af klettasyllum og talið að hún hafi látist í fallinu.

Stúlkan hafði starfað sem sjúkraþjálfi við sjúkrahúsið á Neskaupstað í um það bil eitt ár. Hún bjó ein í íbúð á vegum sjúkrahússins. Hún hafði mikinn áhuga á útivist og fjallgöngum og hafði áður lýst áhuga sínum á að ganga á Drangaskarð. Síðast sást til hennar á leið upp fjallið á sunnudag. Er hún kom ekki til vinnu sinnar á mánudag var farið að grennslast fyrir um ferðir hennar. Skipuleg leit var síðan hafin um klukkan 17.00 á mánudag. Yfir 60 leitarmenn úr björgunarsveitunum Gerpi og Brimrúnu hófu leitina og síðan bættust fleiri við og tóku um 120 manns þátt í leitinni þegar mest var.

- Auglýsing -

Leitin beindist einkum að Drangaskarði á milli Norðfjarðar og Mjóafjarðar, sem er í um það bil 500 metra hæð. Stúlkan fannst þar látin um klukkan 9.30 í gærmorgun. Hafði hún fallið niður tvær klettasyllur og er talið líklegt að hún hafi látist í fallinu.

Stúlkan hét Karen Van Der Stan, 23 ára gömul, frá bænum Waddinxveen , skammt norður af Rotterdam í Hollandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -