Fimmtudagur 12. september, 2024
4.8 C
Reykjavik

Vara við flughálku: „Það er bölvað bras að beinbrotna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Slökkviliðið og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vara við hálku á svæðinu. Í færslu frá slökkviliðinu á samfélagsmiðlinum Facebook segir að á nægu hafi verið að taka hjá þeim síðastliðinn sólarhring.

“Farið endilega varlega, það geta leynst hálkublettir ansi víða og það er mjög skynsamlegt að eiga göngubrodda undir skóna til að vera stöðugri á fótunum. Það er bölvað bras að beinbrotna.“

Alls sinnti það 111 verkefnum er varðaði sjúkraflutninga. Þeirra á meðal voru hálkuslys og byltur.

Með vísan til gærdagsins segir í tilkynningunni: „Á svona dögum eins og í dag bráðnar snjórinn hratt og því er mjög mikilvægt að gæta þess að niðurföll utandyra séu ekki undir klaka og að þau séu hrein. Að öðrum kosti getur flætt inn í hús, t.d. kjallara, en það er ekki gefið að þannig tjón séu bætt, það er að segja ef vatnið kemur utan frá.“
Slökkviliðið sinnti tveimur útköllum vegna vatnsleka.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -