Fimmtudagur 16. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Veittust að gangandi vegfaranda og rændu verðmætum – Hópslagsmál barna í mathöll

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Borgari hafði samband við lögreglu í gærkvöldi og tilkynnti um ætluð fíkniefna á stigagangi fjölbýlishúss í miðborginni. Lögreglan mætti á vettvang og lagði hald á efnin. Kemur þetta fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Tilkynning barst einnig lögreglu vegna yfirstandandi hópslagsmáls í mathöll í miðborginni. Reyndust slagsmálahundarnir vera nokkrir aðilar undir lögaldri og því málið unnið áfram með barnavernd og er málið enn í rannsókn.

Þá voru tveir ökumenn í miðbæ Reykjavíkur handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Voru þeir fluttir á lögreglustöð í hefðbundið ferli og sleppt að því loknu.

Lögreglan sem þjónustar Hafnarfjörð, Álftanes og Garðabæ handtók aðila grunaðann um sölu og dreifingu fíkniefna en málið er í rannsókn.

Lögreglan sem sinnir verkefnum í Kópavogi og í Breiðholti stöðvaði ökumann við hefðbundið umferðareftirlit. Blés hann undir refsimörkum og var gert að hætta akstri samstundis.

Tveir menn veittust að saklausum hundaeiganda sem var á gangi með hvutta og rændu hann verðmætum. Ekki kemur fram í dagbókinni hvar þetta gerðist en lögreglan sem sinnir Árbænum, Grafarholtinu, Grafarvoginum, Norðlingaholtinu, Mosfellsbænum, Kjósarhreppinum og á Kjalarnesinu var kölluð til. Málið er í rannsókn.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -