Föstudagur 19. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Viðbragsteymi virkjað vegna álags á bráðamóttöku Landspítalans – Öryggi sjúklinga er ógnað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Landlæknir hefur myndað viðbragðsteymi um bráðaheilbrigðisþjónustu í landinu vegna alvarlegrar stöðu innan hennar. Kemur þessi alvarlega staða skýrast fram á bráðamóttöku Landspítalans þar sem öryggi sjúklinga er ógnað að mati landlæknis. Samstarf aðila þvert á heilbrigðiskerfið er nauðsynlegt til að tryggja fullnægjandi og örugga bráðaþjónustu næstu mánuði.

Orsakirnar eru margþættar en þyngst vegur skortur á heilbrigðisstarfsfólki og skortur á úrræðum fyrir aldraða, færniskerta og fleiri viðkvæma hópa.

Mikill skortur er á heilbrigðisstarfsfólki á öllum heilbrigðisstofnunum um leið og það er mjög brýnt að starfsfólk fái langþráða hvíld og sumarleyfi. Einnig eykst álag á bráðahluta þjónustunnar með aukinni virkni samfélagsins á sumrin og auknum fjölda erlendra ferðamanna.

Unnið er eftir fremsta megni að því að auka heimaþjónustu og framboð á hjúkrunar- og endurhæfingarrýmum um allt að 125 á Suðvesturhorni landsins fyrir lok þessa árs.

Hlutverk viðbragðsteymisins er að útfæra tillögur ásamt tímasettri áætlun um aðgerðir til að takast á við þetta verkefni, fylgja eftir framkvæmd þeirra og tryggja virkt samstarf milli allra aðilanna.

Viðbrögð og aðgerðir fyrir næstu vikur fela m.a. í sér að:

  • Samhæfa aðgerðir og þétta samstarf allra aðila sem koma að bráðaþjónustu í heilbrigðiskerfinu.
  • Styrkja og auka heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við Heilsugæslu Höfuðborgasvæðisins, Læknavaktina og Landspítala.
  • Efla starfsemi bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.
    – Liður í því er að bæta úrlestur myndrannsókna og úrvinnslu blóðrannsókna í samvinnu við Landspítala.
  • Auka þjónustu bráðadagdeildar Landspítala og stækka aðstöðuna.
  • Útbúa miðstöð tilvísana- og ráðgjafar innan Landspítala til að stýra betur aðflæði inn á LSP, efla fjarþjónustu og samstarf milli stofnana.
  • Bæta ferla innan Landspítala til að stytta dvöl sjúklinga á bráðamóttöku spítalans.
    – Liður í því er að endurskoða meðferðarferla í öldrunarþjónustu og auka aðkomu fleiri sérgreina að þjónustu við sjúklinga á bráðamóttökunni.

Viðbragðsteymið mun halda reglulega samráðsfundi vegna stöðunnar meðan að þörf krefur og kalla aðra að borðinu eftir þörfum.

- Auglýsing -

Nánar verður sagt frá viðbrögðum þegar þau hafa verið skilgreind frekar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -