Miðvikudagur 27. mars, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Vilborg orðlaus yfir hræðilegum húsnæðismarkaði: „Fólk segir já takk við hverju sem er“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá hjálparstarfi kirkjunnar, segir sífelldar hækkanir á leiguverði hrekja fólk af heimilum sínum. Alltof algengt sér að mikla hækkanir á leigu verði til þess að fólk missi húsnæði sitt.

Steininn tók úr að mati Vilborgar þegar leigufélagið Alma tilkynnti nýverið um 30 prósenta hækkun á húsaleigu og þannig dæmi um 75 þúsund króna hækkun á leiguverði. „Ég verð ekki oft orðlaus, en ég var það þarna,“ sagði Vilborg í Silfrinu í gær

Það fór allt á annan endan vegna frétta af því að húsaleiga Brynju Bjarnadóttur, sem er öryrki, hafi hækkað úr 250 þúsund krónum á mánuði og upp í 325 þúsund krónur með einu pennastriki. Hún leigir hjá Ölmu íbúðafélagi sem hagnaðist um rúma 12 milljarða í fyrra. Leigufélagið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem húsaleiguhækkanirnar eru harmaðar en félagið ætlar ekki að tjá sig um mál Brynju.

Vilborg er afar ósátt með hækkanir Ölmu og telur lífsnauðsynlegt að auka öryggi og bæta aðstæður á íslenskum leigumarkaði.
„Það er verið að leigja fólki hreysi. Eitthvað sem við myndum aldrei vilja búa í. Það er ekkert húsnæði á leigumarkaðinum, þannig fólk segir já takk við hverju sem er og býr í mygluðu húsnæði og kjallaraholum og öllu mögulegu. Þetta er bara frumskógur,“ segir Vilborg.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -