Þriðjudagur 23. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Vilja neyslurými í Reykjavík strax til að minnka líkur á ofskömmtum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Staðan akkúrat í dag er auðvitað ekki ákjósanleg þar sem það er ekki opið neyslurými í Reykjavík,“ segir Maríanna Tryggvadóttir, formaður velferðarráðs. Biðin eftir neyslurými í langtímahúsnæði er talin vera nokkrir mánuðir þrátt fyrir að neyslurýmið sem var opnað fyrir rúmu ári hafi sýnt bæði gildi sitt og mikilvægi. Ekkert neyslurými er nú á höfuðborgarsvæðinu og segir formaður velferðarráðs það geta haft slæmar afleiðingar líkt og óábyrgari neysla, auknar líkur á ofskömmtum, auknar líkur á sýkingum og að notuðum búnaði, til dæmis nálum, sé ekki fargað með réttum hætti.

„Mér finnst það mjög líklegt að við séum að horfa á mánuði frekar en vikur og ég held við þurfum að anda að okkur þá og bíða eftir því og sjá hvað aðilar gera,’’ sagði Maríanna í viðtali sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þá sagðist hún tilbúin að gera allt sem hægt er til þess að neyslurýmið verði opnað. „Ef við getum orðið til aðstoðar og hjálpar og orðið til þess að þetta opni hér þá erum við tilbúin til þess.’’

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -