Laugardagur 27. apríl, 2024
6.8 C
Reykjavik

Vill halda upplýsingafund um Assange á Íslandi: „Ég finn fyrir góðum stuðningi hingað til London“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Kristinn Hrafnsson íhugar að halda opinn upplýsingafund um málið gegn Julian Assange, á Íslandi.

Ritstjóri Wikileaks, Kristinn Hrafnsson er staddur í Lundúnum þar sem hann hefur fylgst með áfrýjunarmáli Julian Assange, fyrrverandi ritstjóra Wikileaks en hann berst nú gegn því að vera framseldur til Bandaríkjanna frá Bretlandi en þar gæti hann átt yfir höfði sér 175 ára fangelsisdóm fyrir að stunda blaðamennsku. Kristinn hefur verið ötull í baráttu sinni við að upplýsa umheiminn um það óréttlæti sem Assange hefur mætt undanfarin ár. Hann hefur ferðast víða um heim til að upplýsa almenning um stöðu Assange og telur að nú sé kominn tími á Ísland. Í færslu á Facebook birti hann aukreitis hlekk á grein Pulitzer-verðlaunahafans Chris Hedges, um réttarhöldin yfir Julian Assange. Færslu Kristins má lesa hér fyrir neðan:

„Ég finn fyrir góðum stuðningi hingað til London frá Íslandi og þakka kærlega fyrir. Ég læt hér fylgja grein til fróðleiks eftir Pulitzer verðlaunahafann Chris Hedges sem fylgdist með fyrirtökunni í réttarsal í vikunni. Myndverkið eftir Fish sem fylgir greininni, er lýsandi.

Við í slagnum höfum farið víða um lönd til að halda opna upplýsingafundi um málið og hefur Stella Assange verið óþreytandi að tala máli bóndans og mannréttinda. Ef til vill er komið að Íslandi.
Fésbókarvinir geta ef til vill hjálpað mér að meta hversu stóran sal við þyrftum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -