Þriðjudagur 18. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Vill nýtt ártal fyrir landnám Íslands: „Nú vitum við að það er dómadagsbull að landnám hófst 874“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Árið 1974 var haldið upp á 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar með pompi og pragt. Minnispeningar voru slegnir og ættjarðarlög sungin á Landsbankatúninu (sem í þá daga kallaðist Arnarhóll).“ Þannig byrjar færsla Kristins Hrafnssonar á Facebook í morgun. Í henni fullyrðir hann að það sé „dómadagsbull“ að landnámið hafi hafist 874.

Þorvaldur Friðriksson fornleifafræðingur gaf út tímamótabók fyrir síðustu jól sem ber heitið Keltar á Íslandi. Þar bíður hann upp á nýja sýn á Íslandssögunni en það er þáttur Kelta á Íslandi. Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks hefur að öllum líkindum lesið þá bók, líkt og sjá má á nýjustu færslu hans á Facebook. Þar viðrar hann þá ósk sína að þjóðin sameinist um nýtt ártal fyrir landnám Íslands og velur töluna 727 af ýmsum ástæðum. Framhald færslunnar má lesa hér að neðan.

„Nú vitum við að það er dómadagsbull að landnám hófst 874 enda er talan sótt í Landnámu, pólitískt áróðursrit sem einkum var ætlað að þurrka yfir þá sögu að fólk af keltneskum uppruna nam Ísland miklu fyrr.
Hvursu miklu fyrr er erfitt að segja til um, en ég legg til að þjóðin sameinist um giskið 727. Það sem styður þessa tölu er að hún er sannarlega innan ramma vísbendinga úr fornleifarannsóknum, í annan stað er þetta ákaflega falleg og auðmunanleg tala og í þriðja lagi þurfum við einhvern stórviðburð innan fárra ára til að blása í okkur þjóðernisanda. Við getum af þessu tilefni bætt inn ótal sögum sem viðauka í sögubækur skólabarna og talað um keltnesku öldina sem hófst á þessu landnámsári 727.
Við höldum svo mikla hátíð eftir fjögur ár eða 2027 og fögnum 1300 ára afmæli Íslandsbyggðar.
Að sjálfsögðu þarf að slá minnispening.
Ég mun fagna því mjög að geta státað af því að halda bæði upp á 1100 og 1300 ára afmæli Íslandsbyggðar á einu og sama lífsskeiðinu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -