Miðvikudagur 9. október, 2024
1.1 C
Reykjavik

„Yfirlæknir Vogs neitar að horfast í augu við að sumir sprautufíklar hafa ekki gagn af meðferðinni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í lok síðasta árs var Árni Tómas Ragnarson, gigtarlæknir, sviptur leyfi til að skrifa út tiltekin lyf. Hafði hann um árabil skrifað út morfínlyf fyrir einstaklinga í fíknivanda. Árni sendi frá sér pistil á Vísi.is, þar sem hann gagnrýnir kerfið og skýtur föstum skotum á yfirlækni Vogs.

„Eins og mörgum er kunnugt um og hefur mikið verið rætt að undanförnu sinnti ég morfínsprautufíklum um 2-3 ára skeið þar til Alma Möller landlæknir stöðvaði starfsemi mína í haust. Skjólstæðingar mínir hafa margir liðið vítiskvalir síðan eða eru komnir aftur á götuna, stelandi til að kaupa óhrein efni, sem valda dauða um 100 ungs fólks á ári. Af mínum 50-60 skjólstæðingum dó enginn og allir fengu þeir betra líf eins og margir þeirra hafa borið opinberlega vitni um,“ skrifar Árni.

Hann útskýrir að skjólstæðingar hans hafi fengið í gegnum hann hreint efni í apótekum:

„ … 1 skammt á dag af hreinu efni. Þeir náðu sér á strik í lífinu, fjölskyldan og vinirnir gömlu, sem höfðu verið í sárum í langan tíma (flestir fíklanna minna, 30-40 ára gamlir, áttu um 20 fíkni ár að baki) tóku þeim fegins hendi. Hið hörmulega líf, – gildra fíkninnar, sem þeir höfðu lifað, var ekki jafn stórt vandamál og áður.“

Vogur

Árni segist í mörgu vera sáttur við starfsemi Vogs og margoft tjáð sig um hið góða starf sem þar er unnið:

- Auglýsing -

„Það er hins vegar alger blekking, sem yfirlæknir Vogs beitir þegar hún ræðir um skjólstæðinga mína. Nær allir þeirra höfðu farið í 15-20 meðferðir á Vog án árangurs (voru með vottorð upp á það) og voru hættir að gera sér nokkra von um að þangað væri neitt að sækja. Yfirlæknir Vogs neitar að horfast í augu við það að sumir sprautufíklar hafa ekkert gagn af þeirri meðferð, sem þeim stendur til boða á Vogi, því miður.“

Árni bætir við: „Þeim hópi þarf líka að sinna af okkur læknum til að bæta líðan þeirra og auka lífslíkur þeirra auk þess samfélagslega árangurs, sem meðferð mín gaf.“

„Það er mér ákaflega sárt að heyra nú í þessum skjólstæðingum mínum, sem biðja um hjálp, sem ég get ekki veitt þeim. Hér hefur illvirki verið framið gagnvart þeim, vanhugsað og vanbúið,“ ritar Árni.

- Auglýsing -

Að endingu ritar hann: „En vonandi hefur þetta framlag mitt orðið til þess að vekja athygli á líðan og stöðu þessa hóps og þá hefur starf mitt ekki verið unnið til einskis. Ég vil þakka öllum þeim mörgu, sem hafa veitt mér stuðning og hvatningu í þessu máli.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -