Miðvikudagur 9. október, 2024
0.8 C
Reykjavik

Ýmsir nafntogaðir menn í golfhópnum Stullunum: Forstjórar og frægðarmenni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Golfhópurinn sem hefur verið í umræðunni í tengslum við ásakanir Vítalíu Lazarevu á hendur þjóðþekktum mönnum, telur ýmsa nafntogaða meðlimi. Arnar Grant var áður í hópnum en hefur nú, samkvæmt heimildum Mannlífs, verið bolað þaðan út. Samkvæmt heimildum Mannlífs hefur fjármálaráðherra verið meðal meðlima í gegnum tíðina, þótt lítið hafi farið fyrir honum síðustu ár.

Logi Bergmann Eiðsson

Golfhópurinn komst fyrst í umræðuna í tengslum við mál Vítalíu þegar ásakanir hennar á hendur fjölmiðlamanninum Loga Bergmanni Eiðssyni litu dagsins ljós. Þar sagði hún hóp manna í golfklúbbi hafa verið stadda í golfferð þar sem gist var á hóteli. Hún hafi seinna komið á hótelið og segir Loga Bergmann hafa farið yfir mörk hennar kynferðislega um kvöldið.

Þórður Már Jóhannesson, fyrrverandi stjórnarformaður Festar.

Logi Bergmann er þó ekki eini maðurinn í þeim golfklúbbi sem Vítalía hefur sakað um misgjörðir. Þannig eru þeir Þórður Már Jóhannesson og Hreggviður Jónsson einnig meðlimir. Þeir eru tveir þeirra þriggja manna sem Vítalía hefur sakað um að hafa brotið gegn sér í heitum potti í sumarbústaði í eigu Þórðar Más.

Hreggviður Jónsson

Vítalía lýsti því í samtali við Mannlíf um liðna helgi hvernig Þórður Már hafi verið sá sem braut harkalegast á henni. Hún segir hann meðal annars hafa meinað henni að yfirgefa bústaðinn.

 

Einn virkasti golffélagsskapur landsins

Golfhópurinn sem um ræðir gengur undir nafninu Stullarnir. Stullarnir hafa lengi verið einn virkasti golffélagsskapur landsins og einn sá þekktasti. Hann var stofnaður árið 2004 og nafnið kemur að sögn Loga Bergmanns frá Alabama, þar sem nokkrir úr hópnum voru við nám.

- Auglýsing -
Pétur Þór Halldórsson, forstjóri S4S. Mynd: LinkedIn.
Hermann Guðmundsson, forstjóri Kemi. Mynd: Kemi

Klúbburinn hefur í gegnum tíðina talið, auk ofangreindra meðlima, menn á borð við Sigurð Kára Kristjánsson lögmann, Stefán Hilmarsson söngvara og Kristján Pálsson forstjóra Jónar Transport. Aðrir meðlimir eru Hermann Guðmundsson, forstjóri Kemi, Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, og Pétur Þór Halldórsson, forstjóri S4S.

Samkvæmt heimildum Mannlífs hefur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra í ríkisstjórn Íslands, verið meðlimur í Stullunum í gegnum tíðina en lítið spilað með þeim síðustu ár.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Sakaðir um svindl

Steingrímur Gautur Pétursson. Mynd: kylfingur.is

Steingrímur Gautur Pétursson, aðalritari Stullanna, var í desember dæmdur í mánaðarlangt skráningarbann af aganefnd Golfklúbbs Reykjavíkur. Bannið tók gildi við upphaf tímabilsins í vor. Var það vegna meints svindls Stullanna við bókun rástíma. Málið vakti mikla óánægju meðal kylfinga, en með vaxandi vinsældum íþróttarinnar hér á landi hefur sífellt orðið erfiðara að bóka rástíma og setið er um þá þegar bókanir hefjast. Steingrímur Gautur hefur haldið því fram að ekki hafi verið um svindl að ræða, en sagst ekki hafa nennt í slag og fremur viljað að málum yrði lokið með þessum hætti.

- Auglýsing -

Þær sakir sem bornar voru á Stullana voru þess efnis að þeir hefðu, með hjálp tölvukerfis, tryggt sér rástíma á undan öðrum kylfingum. Forritarinn Guðni Þór Björnsson steig fram í nóvember síðastliðnum og sagðist vera höfundur forrits, eða „scriptu“, sem gerði golfhópnum kleift að bóka rástíma á leifturhraða.

„Ég deildi þessari script-u með einum vini mínum, fellow golfara og tölvunarfræðingi sem fékk mitt leyfi til þess að nota scriptuna. Hann hefur tengsl í þennan Stulla hóp sem fjallað hefur verið um,“ sagði Guðni Þór í pistli sem hann skrifaði um málið á sínum tíma.

 

Vildu ekki taka afstöðu

Vítalía Lazareva sagðist í samtali við blaðamann Mannlífs um liðna helgi hafa rætt mál sitt við Steingrím Gaut. Svörin hefðu verið á þá leið að málið yrði skoðað. Að endingu hefði ákvörðunin verið sú að hópurinn vildi ekkert aðhafast í málinu, „því hópurinn vildi ekki taka neinar hliðar.“ Arnari Grant hafi þó verið bolað út úr félagsskapnum. Með því sagði Vítalía að hópurinn væri sannarlega að taka afstöðu.

„Málið er í farvegi. Þeir vilja leyfa þessum mönnum að spila en ekki Arnari,“ segir Vítalía. Hún segir þá þannig vera að hlífa meintum kynferðisafbrotamönnum.

Vítalía sagðist nýverið hafa farið með mál sitt á hendur mönnunum þremur úr sumarbústaðnum, til kynferðisbrotadeildar lögreglu. Ekki eru heimildir fyrir því hvort kæra sé komin í ferli.

 

Golfið endurspeglaði lífið

Ragnheiður Jónsdóttir skrifaði á golf1.is þann 8. janúar, þegar ljóst var um tengingu Stullanna og meintra gerenda í máli Vítalíu:

„Það aftur á móti sýnir hversu sönn orð Tiger Woods eru, sem hann lét eitt sinn falla, um að „golfið endurspeglaði lífið.“ T.d. og það á vel við hér: Ef brotið er af sér í golfi þá eru líkur á því að sá sami eða sömu aðilar geri það einnig í lífinu eða öfugt, sá sem gerist brotlegur í lífinu, brýtur einnig af sér í golfi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -