Miðvikudagur 22. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Ísland aðstoðar Úkraínu í stríðinu gegn Rússum: „Það er mikil þörf fyrir búnað eins og þennan“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Landsnet, RARIK og fleiri orku- og veitufyrirtæki hyggjast senda Úkraínumönnum ýmsan búnað; til dæmis gamlar varaaflvélar.

Með þessu svara fyrirtækin ákalli Utanríkisráðuneytisins um aðstoð við að byggja upp innviði Úkraínu eftir árásir Rússa.

Kemur fram á ruv.is að RARIK vinnur að því að taka niður varaflvélar í Neskaupstað; til stendur að flytja þær til Úkraínu en þar í landi skortir slíkan búnað eftir árásir Rússa á raforkuinnviði landsins.

Vélarnar þykja of gamlar til að nýta hér á landi.

Með þessu sé RARIK að svara áðurnefndu kalli frá Utanríkisráðuneytinu um hjálp handa Úkraínumönnum; og mögulega muni RARIK senda annan búnað einnig.

Landsnet mun halda utan um það verkefni fyrir hönd Íslands, að hjálpa Úkraínumönnum að byggja upp skemmda raforkuinnviði:

- Auglýsing -

„Við erum búin að taka saman þann búnað sem við erum að fara að senda af stað og það eru rofar, varnarbúnaður, spennar og varaafl. Svo er líka verið að senda bíla, sendibíla sem hægt er að nota í viðgerðum.

Við erum að gera þetta í samstarfi við önnur orku- og veitufyrirtæki á landinu og við erum líka í samstarfi við ENTSO-e sem er í Evrópu og heldur utan um orku- og veitumál þar. Svo er Utanríkisráðuneytið með okkur í þessu líka þannig að þetta er stór pakki sem við erum að senda út alveg á næstunni. Það fer bara um borð í skip hjá Eimskip. Það er mikil þörf fyrir búnað eins og þennan. Og við vonumst til þess að hann komi að góðum notum sem allra fyrst því eins og sagt er að ljós það veitir von og það er það sem Úkraína þarf á að halda núna,“ segir upplýsingafulltrúi Landsnets, Steinunn Þorsteinsdóttir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -