Fimmtudagur 20. júní, 2024
7.7 C
Reykjavik

Íslendingar langt á eftir Evrópuþjóðum – „Pikkföst í því að staðsteypa allt mögulegt og ómögulegt.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það eru ekki til neinar nýjar rannsóknir á þessu en það eru þó til gamlar rannsóknir frá Háskóla Íslands sem sýna að efnisnotkun í íslenskum mannvirkjum er langt yfir Evrópu-meðaltölum,“ sagði  Magnús Rannver Rafnsson, verkfræðingur, í útvarpsþættinum Sprengisandi í gær. Hlutfallslega, segir hann Íslendinga heimsmeistara, þegar kemur að steypunotkun en að hans mati er þjóðin ein sú versta þegar kemur að umhverfissóðum.

„Það er ekkert langt síðan að þýskir vísindamenn bentu á að ef við höldum svona áfram í mannvirkjagerð þá erum við ekkert að horfa á 1,5 gráðu hlýnun heldur meira svona 7 til 8 gráðu hlýnun,“ sagði Magnús en um 40% af gróðurhúsalofttegundum, sem skapa hnattræna hlýnun, er vegna mannvirkjagerðar. Segir hann því losun af hálfu mannvirkjagerðar miklu stærra og meira vandamál heldur en losun af völdum umferðar.

Þegar kemur að húsbyggingum, nota Íslendingar mikið meiri steypu en flestar aðrar þjóðir í Evrópu. Auk þess noti þeir steypuna á annan hátt. „Þjóðir forsteypa sín mannvirki meira og minna í hagnýtum verksmiðju þar sem er hægt að ná fram hagkvæmni, gæðum og hraða en við notum lítið af byggingaeiningum og staðsteypum mikið,’’ segir hann og bætti því við að við, Íslendingar, erum alveg pikkföst í því að staðsteypa allt mögulegt og ómögulegt.“ Lítill tími sé gefinn fyrir nýsköpun og hönnun og þar með séu Íslendingar fastir í gömlum aðferðum. Segir Magnús Norðurlandaþjóðir vera langt á undan okkur þegar kemur að því. Að lokum telur hann nauðsynlegt að reyna að breyta bæði aðferðum og efnivið, til þess að sporna við hlýnun jarðar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -