Þriðjudagur 23. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Íslensk heyrnarlaus kind nær heimsfrægð – Sunna heimtar athygli og klapp

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenska kindin Sunna hefur náð heimsfrægð á síðunni Soulmates sem rekin er af TheDodo. Íslenskað nafn síðunnar væri Sálufélagar og einbeitir síðan sér að því að kasta ljósi á einstök sálarsambönd milli mismunandi dýrategunda og/eða fólks.

Sunna er heimalingur Pálínu Alexdóttur Njarðvík og sýnir myndskeiðið einstakt samband þeirra „mæðgna“ eins og þær eru kallaðar. Ákefðin í Sunnu að fá klapp og klór er augljós og veit íslenska ærin upp á hár hvað hún vill. Stiklað er á lífshlaupi ærinnar Sunnu sem ekki náði að standa upp og ganga þegar hún var nýfædd. Afskiptaleysi líffræðilegrar móður Sunnu gerði það að verkum að hún var tekin inni í hús, þar sem hún bjó svo vikum skipti. Síðar kom í ljós að Sunna var heyrnarlaust.

Pálína útskýrir að það hafi verið nær ómögulegt að tengjast ekki Sunnu sem er með sterkan persónuleika og varð hún því fljótt partur af fjölskyldunni. Ferlið að færa Sunnu frá fólki til fjár tók talsverðan tíma og sækir Sunna enn stíft í mannfólkið þegar hún sér þau utandyra. „Öll dýra eiga að vera elskuð og sinnt af ást og alúð,“ segir Pálína í lokin.

Myndskeiðið hefur fengið yfir milljón áhorf og bætir enn við sig áhorfendum. Það má sjá hér að neðan, sjón er sögu ríkari!

Pálína Alexsdóttir Njarðvík, eigandi Sunnu, heldur úti instagram-síðunni FramlifeIceland, en þar birtir hún myndir af kindum og íslensku sveitalífi. Að auki er hún með umsjón yfir Rexby-síðu þar sem hún kynnir íslensku sveitina.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -