Mánudagur 24. júní, 2024
10.1 C
Reykjavik

Japanskir kokkar matreiða íslenskt hráefni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hrefna Rósa Sætran kokkur og Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarkona leiða saman hesta sína í nýjum matreiðsluþáttum þar sem sjónum er beint að íslensku hráefni í meðförum japanskra kokka.

„Við erum að skoða bæði hvernig Japanir höndla og matreiða íslenskt hráefni og hvað við getum lært af þeim, hittum þarlenda kokka og lærum sígilda japanska matargerð,“ lýsir Hrafnhildur, þegar hún er spurð út á hvað þættirnir gangi og bætir við að rúsínan í pylsuendanum verði svo þegar Hrefna töfri fram nýjan rétt úr íslensku eðalhráefni, innblásnum af heimsókninni til Japans. „Svo allir geti haft gagn og gaman af.“

En af hverju Japan? „Einfaldlega af því að í minni eldamennsku hef ég sótt innblástur í japanska matargerð,“ segir Hrefna. „En gagnstætt Hrafnhildi sem heimsótti Japan fyrir 20 árum, þegar hún fór með bandarísku tökuliði til Kýótó, þá hafði ég sjálf aldrei komið þangað og langaði að kynna mér japanska matargerð til hlítar þótt ég hafi nú reyndar kunnað ýmislegt. Þess vegna varð Japan fyrir valinu.“

Þættirnir hafa hlotið heitið Smakk og verða sex talsins, teknir upp á Íslandi og í Japan en hver þáttur er helgaður einum stað eða einu hráefni. Fiskur, núðlur, svínakjöt, hvalkjöt, hrossakjöt og „heimsins besta nautakjöt“ – Omi beef – verða þannig m.a. til umfjöllunar og staðir á borð við Arnarfjörð, Borgarfjörð, Kjós, Reykjavík og Vestamannaeyjar sóttir heim, en tökum er lokið í Japan þar sem þær Hrefna og Hrafnhildur heimsóttu Tókýó, Yokohama, Kawasaki, Osaka, Kýótó og eyjuna Okinawa.

Spurðar hvort eitthvað hafi komið á óvart þar þá segjast þær hafa orðið hissa á því hversu hreinar Tókýó og Kýótó séu og hversu ólíkir innbyrðis allir staðirnir séu. Þannig sé t.d. Kýótó gamaldags og sjarmerandi á meðan Tókýó sé spennandi og „hröð“. „Síðan kom mér á óvart hversu mikið er lagt upp úr mat og matargerð hvarvetna,“ segir Hrafnhildur. „Alls staðar eru matsölustaðir, veitingahús og götumatur og hægt að fá úrvals mat ekki bara á veitingastöðum heldur líka í mörkuðum eins og Seven Eleven og jafnvel úr sjálfsölum. Auk þess leggja Japanir mikið upp úr heilbrigðum lífsstíl og hollum mat og reyna að ná því besta úr hráefninu.“

„Já, virðingin fyrir hráefninu er mögnuð. Á veitingastöðum eru t.d. ekki beint matseðlar heldur boðið upp á mat sem er eldaður upp úr ferskasta hráefninu hverju sinni og matargerðin er lituð af mörg hundruð ára gömlum aðferðum og hefðum. Ætli virðingin fyrir hráefninu og þekkingin á því sé kannski ekki helsti munurinn á matargerð okkar Íslendinga og Japana.“

„Já, virðingin fyrir hráefninu er mögnuð,“ tekur Hrefna undir. „Á veitingastöðum eru t.d. ekki beint matseðlar heldur boðið upp á mat sem er eldaður upp úr ferskasta hráefninu hverju sinni og matargerðin er lituð af mörg hundruð ára gömlum aðferðum og hefðum. Ætli virðingin fyrir hráefninu og þekkingin á því sé kannski ekki helsti munurinn á matargerð okkar Íslendinga og Japana,“ segir hún hugsi.

Hrafnhildur bendir á að rætur japanskrar matargerðar liggi þó á svipuðum stað og hjá Íslendingum. Þjóðirnar eigi þannig sameiginlegt að nýta allt sem til fellur af skepnunni og þar af leiðandi hafi Japanirnir sem þær ræddu við t.d. ekki þótt neitt athugavert við þá tilhugsun að borða punga eða svið og fundist spennandi að fá að smakka íslensku þorsklifrina og brennivínið sem þær höfðu meðferðis.

- Auglýsing -

Þær segja að þó að ferðalagið til Japans hafi verið langt, níu tíma mismunur og vissir tungumálaörðugleikar þá sé gaman að heimsækja landið og japönsk menning, ekki síst matarmenning, sé ótrúlega áhugaverð. Þær hlakka til að gefa landsmönnum tækifæri til að skyggnast inn í þessa forvitnilegu menningu. „Síðan verður ekki síður spennandi að sýna hvað er að gerast á Íslandi,“ segir Hrafnhildur, „en við ætlum okkur að heimsækja þá sem eru að grúska í ræktun og búskap til að finna allra besta fáanlega hráefni á landinu.“

„Þetta á eftir að verða ótrúlega skemmtilegt,“ segir Hrefna og brosir.

Þættirnir verða sýndir á RÚV í haust en fylgjast má með verkefninu á Instagram undir #smakk_japan.

- Auglýsing -

Mynd: Hrefna Rósa Sætran, til vinstri, og Hrafnhildur Gunnarsdóttir vinna að nýjum matreiðsluþáttum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -