Laugardagur 15. júní, 2024
14.8 C
Reykjavik

Jarðskjálftafundurinn í Grindavík: „Ef kvik­unni líður vel á þessu dýpi þá verður hún þar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íbúafundur var haldin í Grindavík í kvöld, enda óhætt að segja að náttúruöflin í kringum bæinn séu í miklu stuði. Það leikur kannski ekki allt á reiðiskjálfi í Grindavík, en fjögurra sentimetra landris mælist í kringum Svartsengi; landris í kringum Svartsengi á Reykjanesskaga dagana 7. til 19. maí nemur 2 til 2.5 sentimetrum, samkvæmt gervitunglamynd sem Veðurstofa Íslands birti í dag.

Og þykir sumum þetta alveg nóg.

En frá 21. apríl hefur landið risið um fjóra sentimetra og kvikuinnskotið sem veldur þessu risi, er á fjögurra til fimm kílómetra dýpi. Sjálft innskotið teygir sig á því dýpi vestur fyrir Þorbjörn og undir Svartsengi, og er sjö til átta kílómetrar að lengd.

Enn sem komið er finnast engin merki um gosóróa; rúmlega 600 hundruð skjálftar hafa undanfarið verið að mælast á sólarhring.

Fannar Jónsson bæjarstjóri Grindavíkur

Á íbúafundinum í kvöld, sem Mannlíf að sjálfsögðu sótti, sagði bæjarstjóri Grindavíkur, Fannar Jónsson, marga bæjarbúa vera uggandi vegna jarðskjálftahrinunnar sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur; sumir hafi áhyggjur af langvarandi jarðhræringaskeiði sem nú gæti verið að hefjast.

Um það bil 4 þúsund jarðskjálftar hafa mælst við fjallið Þorbjörn undanfarna viku og óvissustigi var lýst yfir um síðustu helgi vegna jarðskjálftavirkninnar.

- Auglýsing -
Halldór Geirsson jarðeðlis­fræðing­ur

Jarðeðlis­fræðing­urinn Hall­dór Geirs­son fór á ­fund­in­um áðurnefnda yfir gögn sem liggja fyr­ir í tengsl­um við kviku­söfn­un á svæðinu; nefn­di að kvika hafi um tíma verið að safn­ast sam­an und­ir Fagra­dals­fjalli, á miklu dýpi eft­ir gos­lok, og þensl­an hefur verið nánast stöðug síðan þá.

Þorbjörn

Halldór sagði að það sem er að gerast í Svartsengi núna sé fram­hald af því sem gerðist fyrir tveimur árum; radar­gervi­tungl­mynd­ir, sem mæla hreyf­ing­ar á milli tveggja tíma­bila, sem sýn­ir tíma­bil­ frá 7. til 19. maí, sýn­ir staðbundið sig við Sand­vík og ssagði Hall­dór að af mynd­inni mætti ráða að kviku­söfn­un sé um fjórir kíló­metra niður í jörðina; sagði líka að ekki sé mjög mik­il kvika í jörðinni, og ef að eld­gos skyldi hefjast á Reykja­nesskag­an­um yrði það gos að öllum líkindum lítið.

Svartsengi

Halldór seg­ir að fylgst sé með breyt­ing­um og að ekki sé hægt að segja nákvæmlega til um hvað muni ger­ast á næstunni:

- Auglýsing -

„Ef kvik­unni líður vel á þessu dýpi, þá verður hún þar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -