Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Katrín ekki allskostar sátt við rafbyssuvæðingu Jóns: „Málefni sem varðar samfélagið allt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, segir í samtali við ruv.is heppilegra hefði verið að ræða rafbyssuvæðingu lögreglunnar með skýrari hætti í ríkisstjórn áður en dómsmálaráðherra tók sína ákvörðun varðandi aðíslenskir lögregluþjónar megi bera rafbyssu.

Fram hefur komið að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur undirritað reglubreytingu er heimilar lögreglu að nota rafbyssur við skyldustörf. Mun breytingin væntanlega taka gildi í næstu viku.

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.

Málið var tilumræðu á ríkisstjórnarfundi á föstudag; tveimur vikum eftir að dómsmálaráðherra tók sína ákvörðun:

„Mér hefði þótt heppilegra að hún hefði verið rædd með skýrari hætti í ríkisstjórn áður en þessi ákvörðun var tekin. Ég skil mætavel óskir lögreglunnar um að fá aukinn viðbúnað til að bregðast við auknum vopnaburði sem við höfum séð á undanförnum árum. En nú skiptir mjög miklu máli hvernig þetta verður útfært. Því það þarf að liggja fyrir að það séu mjög skýrar reglur og öflugt eftirlit,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Katrín nefnir að ráðherrar VG hafi sett fyrirvara við málið er það var rætt í ríkisstjórn:

„Okkur finnst þetta töluverð breyting sem sé eðlilegt að ræða á vettvangi þingsins og á vettvangi ríkisstjórnarinnar, þó að ráðherra hafi auðvitað fullar heimildir til að taka þessar ákvarðanir, það er ekki deilt um það. En þetta er auðvitað málefni sem varðar samfélagið allt og við verðum að setja í samhengi við önnur mál eins og til dæmis það frumvarp sem er inni í þinginu og er óafgreitt sem kveður á um ríkara eftirlit með störfum lögreglu sem við einmitt í þingflokki VG höfum lagt sérstaka áherslu á,“ segir Katrín.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -