Föstudagur 6. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Katrín Jakobsdóttir játar ósigur fyrir Höllu Tómasdóttur: „Ég óska henni bara til hamingju“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Halla Tómasdóttir verður næsti forseti Íslands í ágúst í sumar þegar Guðni Th. Jóhannesson lætur af embætti. Halla hafði fengið um 31,5 prósent atkvæða þegar 128 þúsund atkvæði höfðu verið talin í morgun. Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, var í öðru sæti með 25,9 prósmnet greiddra atkvæða. Halla Hrund Logadóttir var í þriðja sæti með 15,7 prósent atkvæða. Víst er að þetta verða ekki endanleg úrslit en ólíklegt að að mikið frávik verði.

Katrín óskaði Höllu Tómasdóttur til hamingju þegar hún ræddi við RÚV á kosningavöku sinni skömmu í nótt.

„Það falla öll vötn til Dýrafjarðar hér, þannig að mér sýnist Halla Tómasdóttir stefna hraðbyri í að verða næsti forseti Íslands,“ sagði Katrín.

„Ég óska henni bara til hamingju með það og veit að hún verður góður forseti.“

Katrín segir að nú taki við nýtt líf á nýjum vettvangi og segist ekki hafa áhyggjur af öðru en að það verði skemmtilegt. Hún segist ekki vita hvað taki við. Hún hafi lagt allt undir í þessari baráttu og baráttan hafi verið skemmtileg. Katrín segist engu að síður ekki muni bjóða sig aftur fram til forseta. „Nei, þetta geri ég ekki aftur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -