Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Kjartan Magnússon: „Þessi atriði vill meirihlutinn ekki ræða þótt að þau séu ekki trúnaðarmál“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn segir í samtali við Mannlíf að „meirihlutinn leyfir loks umræðu um málefni Ljósleiðara Orkuveitunnar í borgarstjórn eftir að hafa bannað slíka umræðu á tveimur síðustu fundum, 20. desember og 3. janúar síðastliðinn.“

Hann segir að „ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að neita mér og öðrum borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins um að ræða málið, var skýrt brot á ákvæðum 27. greinar sveitarstjórnarlaga og 34. greinar samþykktar og stjórn Reykjavíkurborgar.

Með því að aflétta umræddu umræðubanni hélt ég að meirihlutinn myndi nú loks veita borgarstjórn upplýsingar um viðskiptin og ræða þá stefnubreytingu sem þau hafa í för með sér sem og áhrif þeirra á fjárhag borgarinnar.

Annað hefur komið á daginn.“

Kjartan nefnir að „ræður borgarstjóra og formanns borgarráðs hafa verið innihaldslitlar og að mestu leyti rökstuðningur fyrir því af hverju áfram skuli ríkja leynd um viðskipti Ljósleiðara OR og Sýnar og áhrif þeirra á fjárhag borgarinnar. Afar mikilvægt er þó að ræða málefni Ljósleiðarans og Orkuveitunnar, ekki síst skuldastöðu fyrirtækjanna. Ljósleiðarinn skuldar nú 14 milljónir króna.“

Með samningnum segir Kjartan að þá „hækki skuldirnar um að minnsta kosti þrjá milljarða til viðbótar. Ljósleiðarinn kaupir nú stofnnet Sýnar á 3 milljarða króna. Í staðinn skuldbindur Sýn sig til að kaupa þjónustu af Ljósleiðaranum í 12 ár. Svo virðist sem um sé að ræða svokallaða skilyrta sölu.“

- Auglýsing -

Kjartan segir að „ef um slíkt er að ræða ætti að upplýsa borgarfulltrúa um það án undanbragða. Eitt af yfirlýstum markmiðum Sýnar með sölunni er að styrkja efnahag og lausafjárstöðu sína. Við sölu er stofnnet Sýnar bókfært á 564 milljónir króna. Söluhagnaður Sýnar vegna kaupanna er því 2.436 milljónir króna og bókfærist að fullu við afhendingu. Að auki er áætlað að viðskiptin hafi jákvæð áhrif á rekstrarkostnað Sýnar um 100 milljónir króna á ári, nettó.

Einnig að árleg fjárfestingarþörf Sýnar lækki í kringum 120 milljónir króna yfir samningstímann. Búast má við að fjárfestingarþörf Ljósleiðarans hækki sem því nemur.“

Kjartan spyr:

- Auglýsing -

„Á Orkuveita Reykjavíkur að stækka starfsvæði sitt, færa út kvíarnar í samkeppnisrekstri og ráðast í áhættufjárfestingar á landsbyggðinni án undangenginnar umræðu í borgarstjórn?“

Hann segir að „þessi atriði vill meirihlutinn ekki ræða hér í borgarstjórn þrátt fyrir að þau séu í sjálfu sér ekki trúnaðarmál. Í eigendastefnu Orkuveitu Reykjavíkur (4. kafla) er skýrt kveðið á um að meginstarfsvæði fyrirtækisins sé Suðvesturland. Tækifæri annars staðar séu skoðuð út frá hlutverki fyrirtækisins, arðsemi og áhættu og skulu staðfest af eigendum áður en stofnað er til skuldbindinga vegna þeirra. Þetta ákvæði eigendastefnu OR er þverbrotið í þessu máli,“ segir hann og bætir við:

„Í eigendastefnu Reykjavíkurborgar gagnvart B-hluta félögum (samþykkt í borgarstjórn 3. maí sl.) er skýrt kveðið á um að eigendafyrirsvar (borgarstjóri) skuli leggja mál, sem eru óvenjuleg eða mikils háttar fyrir borgarráð til samþykktar. Þetta ákvæði eigendastefnu Reykjavíkurborgar er einnig þverbrotið í þessu máli.

Sýnarsamningurinn er óvenjulegur í rekstri Ljósleiðara OR enda gert ráð fyrir að farið verði í útrás um land allt með markvissum hætti í stað þess að sinna skilgreindu starfsvæði.“

Kjartan vill meina að samningurinn sé mikils háttar:

„Markmið Ljósleiðara OR með honum er að byggja upp nýjan og öflugan landshring fjarskipta. Þá er samningurinn mjög kostnaðarsamur enda er um að ræða einn stærsta viðskiptasamning í sögu borgarinnar. Á fundinum lagði ég fram eftirfarandi fyrirspurnir fyrir hönd borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Óskað er eftir greinargerð um fjárhagsleg áhrif Sýnarsamningsins á fjárhag og skuldastöðu Ljósleiðarans, Orkuveitusamstæðunnar og samstæðu Reykjavíkurborgar.

Óskað er eftir því að fá yfirlit yfir stærstu viðskiptasamninga Reykjavíkurborgar og fyrirtækja hennar undanfarin tíu ár og greiðslur samkvæmt þeim.

Miðað verði við viðskiptasamninga og/eða greiðslur að fjárhæð yfir einum milljarði króna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -