Þriðjudagur 23. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Knapinn Jóhann Rúnar var dæmdur í fangelsi fyrir heimilisofbeldi: Á „sjálfkrafa“ sæti í landsliðinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf hefur undir höndum gögn er varða einn besta hestamann Íslands, Jóhann Rúnar Skúlason. Gögnin og heimildirnar snúa að því að Jóhann Rúnar Skúlason hafi verið kærður og sakfelldur fyrir heimilisofbeldi í Danmörku, þar sem hann hefur búið nokkuð lengi og býr enn. Var hann til að mynda með ökklaband í þó nokkurn tíma. Dómurinn var vegna árásar Jóhanns á þáverandi konu sína. Þetta er þó samkvæmt heimildum Mannlífs ekki eina sem brotið sem hann hefur framið.

Þrátt fyrir dóminn er Skagfirðingurinn Jóhann Rúnar þó enn í landsliði hestamanna. Hann er margverðlaunaður knapi og var til dæmis tilnefndur sem Íþróttamaður ársins árið 2019, en þar hafnaði hann í tólfta sæti. Hann hefur í raun unnið allt sem hægt er að vinna sem hestamaður; valinn knapi ársins hjá Landssambandi hestamannafélaga; margfaldur heimsmeistari á heimsmeistaramóti íslenska hestsins. Einnig hefur hann unnið marga sigra á heims- og Norðurlandamótum og hann hefur tekið þátt í heimsmeistaramótum íslenska hestsins síðan 1997 og unnið á annan tug heimsmeistaratitla í hestaíþróttum sem og allnokkra Norðurlanda- og Danmerkurmeistaratitla. Jóhann Rúnar er því einn besti knapi Íslandssögunnar.

Mannlíf hafði samband við formann Landssambands Hestamannafélaga, Guðna Halldórsson, og spurði hann út í málið:

„Þegar Jóhann var valinn í landsliðið fyrir heimsleika í Berlín 2019 var ég ekki í forsvari fyrir Landssamband hestamannafélaga eða í stjórn, en ég var kjörinn formaður í nóvember síðastliðnum.“

„Jóhann er ríkjandi heimsmeistari og á sem slíkur sjálfkrafa sæti í landsliðinu“

- Auglýsing -

Guðni segir: „Ég get því ekki svarað fyrir vitneskju þáverandi stjórnar, en samkvæmt mínum upplýsingum þá sé ég ekki að málið hafi komið inn á borð fyrri stjórnar, allavega ekki með formlegum hætti. Ég get á hinn bóginn staðfest að ég hafði ekki upplýsingar um umræddan dóm fyrr en nú nýlega, þrátt fyrir að hafa átt sæti í landsliðsnefnd og tekið virkan þátt í undirbúningi og utanumhaldi landsliðsins í Berlín, þar sem ég hitti Jóhann í fyrsta skipti. Þetta mál kom aldrei inn á borð landsliðsnefndar í aðdraganda heimsleika.“

Guðni nefnir einnig að „Jóhann er ríkjandi heimsmeistari og á sem slíkur sjálfkrafa sæti í landsliðinu, enda á hann rétt á að verja titla sína á næstu heimsleikum, reglum samkvæmt.

Ég get þó upplýst að á undanförnum vikum og mánuðum hefur farið af stað markviss vinna innan LH þar sem farið verður yfir alla verkferla varðandi möguleg afbrot landsliðsmanna, stafsmanna, stjórnarmanna og annarra sem tengjast hreyfingunni. Höfum við hjá LH verið í góðu sambandi við ÍSÍ og munum fylgja þeim að málum og fara að þeim ráðleggingum sem við fáum frá ÍSÍ og samskiptaráðgjafa sambandsins.“

- Auglýsing -

Guðni bætir við: „Eins og áður segir þá öðlast heimsmeistarar sjálfkrafa rétt til að verja titla sína. Það er því stór ákvörðun og verður því ekki gert nema að vandlega athugðu máli, með allar upplýsingar á borðinu og eftir að verkferlar hafa verið yfirfarnir, sem ákvörðun verður tekin um það hvort vísa eigi viðkomandi út úr landsliðhópi LH.“

Hann bendir einnig á að „þar sem engin verkefni eru fram undan á næstu mánuðum hjá landsliði LH höfum við talið okkur hafa ágætis tíma til að skoða þessi mál af yfirvegun, enda viljum við kappkosta að taka réttar ákvarðanir og brjóta ekki á þeim réttindum sem menn eiga.“

Guðni segir það þó „alveg ljóst að LH geri miklar kröfur til sinna landsliðsknapa og ætlast til þess að þeir séu fyrirmynd annarra knapa, innan sem utan vallar og ljóst að engar tilslakanir verða gerðar í þeim efnum. Hingað til hefur ekki verið kallað sérstaklega eftir sakavottorði landsliðsknapa eða annarra sem tengjast LH, en mögulega kann það að breytast ef það verður niðurstaða þeirrar vinnu sem nú er komin í gang.“

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -