Þriðjudagur 16. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Kolbrún svikin af Salómon-svindlurum: „Vissi ekki hvað þetta var”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjöldi Íslendinga hefur fallið fyrir nýstárlegri tegund svikamyllu sem fer í gegnum póstsendingar hjá Póstinum. Fjöldinn greiddi fyrirfram fyrir afhendingu sendingarinnar en þegar hún fékkst svo afhent á pósthúsi var um galtómt umslag að ræða frá Salómoneyjum. 

Svikamylla, þar sem fólk sækir og greiðir fyrir tóm umslög hjá Póstinum, er ein af nýjum leiðum sem óprúttnir aðilar nýta sér til þess að svíkja pening út af greiðslukortum einstaklinga. Svikamyllur eru margskonar og oft erfitt að gera greinamun á því hvort um raunverulega sendingu er að ræða eða ekki.

Inni í Facebook-hópnum Verslun á netinu hefur fólk sagt frá reynslu sinni síðustu daga og hafa margir fallið í gildru Salómon-svindlaranna. Kolbrún nokkur stofnar til umræðunnar eftir að hafa sjálf fengið afhent tómt plastumslag á pósthúsinu: 

„Var að fá pakka frá Salomonseyjum. Tómt umslag. Vissi ekki hvað þetta var svo eg borgaði bara. Er þetta eitthvað scam?? Borgaði einhvern 1200kall fyrir tómt plastumslag!“

Undir færslu Kolbrúnar bregðast margir við og flestir þeirra hafa lent í svipaðri reynslu. Máni er einn þeirra. „Ég var að borga fyrir pakka sem stendur að sé að koma frá Salomonseyjum. Á von á pakka, vona að þetta hafi verið hann en ekki eitthvað tómt,“ segir Máni. Og Sunneva er í sömu sporum. „Ugh ég borgaði þetta í gær, hélt þetta myndi vera eitthvað frá ali.. á eftir að sækja,“ segir Sunneva.

Maren lendi líka í klóm svindlaranna. „Omg ég var að fá tvær sendingar frá Salómonseyjum sem ég einmitt borgaði bara fyrir. Á eftir að sækja þær,“ segir Maren. Ólöf kannast líka við málið og veltir fyrir sér hvað hún eigi til bragðst að taka. „Ég var að sjá inná póst appinu að ég á 2 sendingar frá salomoneyjum líka … vona að ég sé ekki að borga fyrir tóm umslög,“ segir Ólöf.

Þórhallur skilur hins vegar ekkert í þeim sem hafa leyst sendingarnar út. „Ef maður pantar ekki neitt frá þessum eyjum, þa á maður ekki að veita neinu viðtöku þaðan. Einfalt mál,“ segir Þórhallur ákveðinn. 

- Auglýsing -

Pósturinn svarar á endanum færslunni og hvetur fólk til þess að hafa samband við þjónustuver þar sem hvert og eitt mál verði skoðað fyrir sig. Mannlíf hafði jafnframt samband við Póstinn þar sem fengust þær upplýsingar að erfitt væri að verjast svona svikamyllum því oft ætti fólk von á nokkrum sendingum yfir tiltölulega stutt tímabil. Ráðleggingar Póstsins eru að viðskiptavinir skoði vel hvaðan það pantar og fylgist með sendingarnúmerum sínum. Þá er mikilvægt að fylgja ekki slóðum sem sendar eru á netföng eða í farsíma þar sem Pósturinn sendi ekki slík skilaboð á einstaklinga sem eiga von á sendingu. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -