Mánudagur 16. september, 2024
4.3 C
Reykjavik

Kött Grá Pjé vinnur að nýrri plötu: „Tel niður dagana þar til ég kemst í sumarfrí“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Afmælisbarn dagsins er nokkuð dularfull persóna. Eða það finnst blaðamanni Mannlífs að minnsta kosti. Og dularfullt er skemmtilegt. Afmælisbarnið heitir Atli Sigþórsson og er ljóðskáld og tónlistarmaður frá Akureyri. Þekktari er hann þó undir alter-egóinu Kött Grá Pé. Ku hann vera 39 ára í dag.

Atli sló í gegn með sumarsmellinum Aheybaró árið 2013 en síðan þá hefur hann unnið með ýmsum tónlistarmönnum. Síðustu ár hefur hann einbeitt sér að textaskrifum en eftir hann liggja nokkrar bækur. Fyrir nokkrum árum tilkynnti hann að hann væri hættur að rappa því hann væri „orðinn gamall karl og nörd,“ eins og hann orðaði það í viðtali. Kött Grá Pjé hefur reyndar gefið út tvær smáskífur síðan hann hætti en í samtali við Mannlíf sagði hann von á breiðskífu frá honum á næstunni.

Mannlíf spurði Atla hvort og þá hvernig afmælisdeginum yrði fagnað.
„Áður en við byrjum, þá vildi ég bara segja að ég er á leiðinni í vinnuna þannig að það er ekkert spennandi,“ svaraði Atli og hló. Aðspurður hvort hann fái sér ekki einu sinni köku í hádeginu svaraði hann: „Ég fékk köku í rúmið í morgun, gulrótarköku með kerti, ekki 39 kertum, bara einu.“

Afmælisbarnið ansi sátt með morgunglaðninginn.
Ljósmynd: Aðsend

En er eitthvað framundan hjá Atla, svona almennt?

„Já, nú er ég að telja niður dagana þar til ég kemst í sumarfrí. Ég ætla að vera í mánuð á Grikklandi. Og svo er ég núna að vinna í plötu,“ sagði Atli dularfullur og játaði því að það væri undir Kött Grá Pjé nafninu.

Mannlíf óskar Atla innilega til lukku með daginn og vonar að vinnudagurinn verði þolanlegur!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -