Föstudagur 24. maí, 2024
9.3 C
Reykjavik

Kristján Jóhannsson eyðir hádeginu með börnum sínum: „Einfalt, gott og hjartnæmt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Afmælisbarn dagsins er óperusöngvarinn og gleðigjafinn Kristján Jóhannsson. Fagnar hann 75. ára afmæli sínu í dag.

Kristján fæddist á Akureyri árið 1948. Hann fæddist í tónlistarfjölskyldu en hóf þó ekki tónlistarferil sinn fyrr en um tvítugt. Kristján kom fyrst fram á Ítalíu í Osimo í leikhúsi að nafni „Teatro Piccolo la Fenice“. Síðar fór hann að syngja í leiðandi óperuhúsum heimsins eins og Arena di Verona.

Mannlíf spurði Kristján hvort að hann ætli að gera eitthvað í tilefni dagsins.

„Ég ætla að borða hádegismat með börnunum mínum og hafa það rólegt. Einfalt, gott og hjartnæmt“.

Síðan var hann spurður hvort það væri eitthvað framundan í tónlistinni eða í einkalífinu.

Hann segir alla daga vera eitthvað framundan hjá honum og segist syngja nánast alla daga. Í nóvember syngur hann í Vín og Frankfurt. „Það er eitthvað að gerast alla daga.“ segir Kristján hress í lok viðtalsins.

- Auglýsing -

Mannlíf óskar Kristjáni innilega til hamingju með daginn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -