2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Kristín Eysteinsdóttir: „Rétti tíminn til að taka þetta skref“

Kristín Ey­steins­dóttir Borgar­leik­hús­stjóri sækir um stöðu Þjóðleikhússtjóra.

„Ég hef á undan­förnum vikum fengið mikla hvatningu til að sækja um starfið og þar sem samningur minn sem Borgar­leik­hús­stjóri rennur út í júlí 2021 þá met ég það sem svo að nú sé rétti tíminn til að taka þetta skref.“

„Ég hef á undan­förnum vikum fengið mikla hvatningu til að sækja um starfið.“

Þetta segir Kristín Ey­steins­dóttir Borgar­leik­hús­stjóri í tölvupósti sem hún hefur sent starfsmönnnum leikhússins, en í því greinir hún frá því að hún hafi sótt um stöðu Þjóðleikhússtjóra.

„Það verða án efa margir hæfir um­sækj­endur sem sækja um og á­kvörðun varðandi ráðningu verður væntan­lega ekki tekin fyrr en á haust­mánuðum. Það breytist því ekkert, ég verð að sjálf­sögðu enn­þá hér og við höldum okkar striki inn í nýtt og spennandi leik­ár,“ segir Kristín ennfremur, en Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri, Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri og Ari Matthíasson, núverandi Þjóðleikhússtjóri, eru einnig á meðal umsækjenda um starfið.

Krístin hefur gegnt stöðu Borgar­leik­hússtjóra frá árinu 2014, en hún tók við starfinu af Magnúsi Geir, þegar hann söðlaði um og tók við starfi útvarpsstjóra.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is