Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Kristrún: „Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru lágmarksviðbragð við ástandi sem hún hefur sjálf skapað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir fjallar á Facebook-síðu sinni um tíðindi dagsins í kjaramálunum:

„Ríkisstjórnin fellst á hluta kjarapakkans sem við í Samfylkingunni kynntum í síðustu viku. Þau atriði úr kjarapakkanum sem ríkisstjórnin hefur fallist á að hrinda í framkvæmd eru eftirfarandi: Hærri húsnæðisbætur til leigjenda (rúmlega 10% hækkun). Hærri vaxtabætur (50% hækkun á eignaskerðingamörkum til samræmis við hækkun fasteignaverðs frá 2020). Hærri barnabætur til fjölskyldna (5 milljarðar á tveimur árum í stað raunlækkunar árið 2023).“

Kristrún bætir því við að „við fögnum því auðvitað að ríkisstjórnin fallist á hluta kjarapakkans sem við og verkalýðshreyfingin höfum kallað eftir að undanförnu. Nú er ljóst að baráttan síðustu mánuði hefur skilað árangri og það er fagnaðarefni. En þær aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnir nú eru í raun algjört lágmarksviðbragð við ástandi sem hún hefur sjálf skapað og ber ábyrgð á.“

Hún nefnir nokkur dæmi:

„Ég vil til dæmis gagnrýna eftirfarandi: Að ekki sé gripið til tímabundinnar leigubremsu, að danskri eða skoskri fyrirmynd, líkt og við í Samfylkingunni höfum kallað eftir. Að allt aðhald ríkisstjórnarinnar sé lagt á almenning með flatri hækkun á krónutölugjöldum sem leggjast þyngra á fólk eftir því sem það hefur lægri tekjur — í stað þess að taka á þenslunni þar sem hún er í raun eftir metár í fjármagnstekjum, hjá stórútgerð og hjá bönkunum. Að ný stofnframlög til húsnæðisuppbyggingar séu í raun helminguð. Það vekur furðu eftir fögur fyrirheit ríkisstjórnarinnar — þessi framlög viljum við í Samfylkingunni tvöfalda.“

Kristrún segir að „fjárlögin voru ekki tæk eins og þau voru lögð fram á Alþingi. Ekki frekar en fjármálaáætlunin sem var kynnt í vor. Það sést á því hvernig ríkisstjórnin hefur hringlað með eigin fjárlög — ekki út frá eigin stefnu heldur í stanslausu viðbragði við neyð. Við höfum gagnrýnt stefnuleysi ríkisstjórnarinnar harðlega. Stefna Samfylkingarinnar er skýr: Við munum halda áfram að leiða baráttuna fyrir bættum kjörum almennings inni á Alþingi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -