Kyssir barnið í bak og fyrir í ofurkrúttlegu myndbandi

Deila

- Auglýsing -

Stjörnuparið Enrique Iglesias og Anna Kournikova hafa verið saman um árabil en þann 16. desember í fyrra eignuðust þau sín fyrstu börn saman, tvíburana Lucy og Nicholas.

Enrique og Anna hafa reynt að halda einkalífi sínu úr sviðsljósinu en nýbakaði faðirinn gat greinilega ekki stillt sig um að deila ofurkrúttlegu myndbandi af sér og dótturinni Lucy á Instagram í gær.

Í myndbandinu sést tónlistarmaðurinn kyssa dótturina í bak og fyrir og segir svo einfaldlega:

„Ég elska þig.“

Síðan slær Enrique á létta strengi og talar fyrir litlu hnátuna:

„Nei, pabbi. Ekki kyssa mig svona mikið.“

Myndbandið hefur vakið mikla lukku á Instagram, en þau Enrique og Anna náðu að halda meðgöngunni leyndri frá aðdáendum sínum og fjölmiðlum.

- Advertisement -

Athugasemdir