Miðvikudagur 10. apríl, 2024
4.8 C
Reykjavik

Landsbjörg hefur séð verri daga – „Það var trampólín að fjúka, ótrúlegt en satt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við höfum alveg séð það meira á þessu ári,“ sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Slysvarnafélagnu Landsbjörgu í samtali við Mannlíf í dag.
Þrátt fyrir óveðrið sagði hann að björgunaraðgerðir hafi gengið nokkuð vel í dag en útköllin byrjuðu snemma í morgunsárið. „Þetta byrjaði snemma í morgun en þá þurfti að aðstoða sjúkrabíl sem var á leiðinni til Reykjavíkur út af föstum bílum“.
Sjúkrabíllinn sem þurfti aðstoð var staddur á Hellisheiði en hafði flutningabíll runnið þvert yfir veginn og sátu bílar fastir þar í kring. Í þrengslunum fór rúta út af veginum en færðin var afar slæm að sögn Davíðs.
„Rétt fyrir hádegi náðu þeir að koma rútunni upp á veg og fylgdu bílstjóranum, þetta gekk allt saman þokkalega“.
Eftir hádegi tókst svo ýmislegt á loft.
„Það var trampólín að fjúka, ótrúlegt en satt, þakplötur, gámar og skjólveggir á suðurnesjum. Það er ótrúlega merkilegt að það séu ennþá að fjúka trampólín,“ sagði Davíð og bætti við að nú færi að styttast í vorið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -