Konan sem fannst meðvitundarlaus í Lágafellslaug í gærmorgun er látin. RÚV greinir frá.
Í gær var sagt frá því að kona hafi fundist meðvitundarlaus í Lágafellslaug í Mosfellsbæ. Hún var flutt á slysadeild en var þar úrskurðuð látin. Samkvæmt upplýsingum frá RÚV var konan sem lést tæplega fimmtug.