Laugardagur 13. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

Leitað af fullum þunga áður en stormurinn skellur á

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leit að flugmanni og þremur farþegum sem voru í flugvélinni sem fannst í Þingvallavatni stendur enn yfir. Leitað er af miklum þunga við sunnanvert vatnið og verða gönguhópar, bátar og drónar notaðir við leitina.

Sér­að­gerða­sveit Land­helgis­gæslunnar hefur einnig verið kölluð út. Sveitin sérhæfir sig í neðansjávarbjörgun og leitar með kafbát Gavia.
Kafbáturinn var sendur niður að flaki flugvélarinnar í gær en fannst enginn þeirra sem leitað var í vélinni. Að sögn lögreglu hefur fólkið komist úr vélinni eftir að hún lenti á vatninu.
„Það verður mesti þunginn við sunnan­vert vatnið. Það verða göngu­hópar, bátar og drónar. Og þetta fer náttúru­lega svo­lítið eftir veðri,“ sagði Elín Jóhanns­dóttir, varð­stjóri hjá lög­reglunni á Sel­fossi í samtali við Vísi.
Spáð er stormi á svæðinu í nótt og því ekki möguleiki að leita við þær aðstæður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -