Þriðjudagur 8. október, 2024
3.5 C
Reykjavik

Lenti í slysi og hætti við flug með Play: Kostar tæp 30 þúsund að breyta miðanum til Tenerife

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlífi barst ábending frá viðskiptavini flugfélagsins Play sem hafði keypt flugmiða til og frá Tenerife. Vegna slyss komst hann ekki í ferðina en félagi hans vildi stökkva til og bauðst til að kaupa af honum miðann. Flugmiðinn fram og til baka kostaði 46,600 krónur en að auki var greitt fyrir farangur 20,716 krónur. Heildarmiðaverð með farangri var um það bil 67 þúsund.

Flugfélagið Play sendi viðskiptavininum þær upplýsingar að heildarverð breytingarinnar væru 28,998 íslenskar krónur. Samkvæmt gjaldskrá á heimasíðu flugfélagsins kemur fram að nafnabreytingargjald er 12,999 krónur. Er því upphæðin 12,999 krónur greidd fyrir hvern fluglegg og að auki er rukkað 3,000 krónur í þjónustugjald.

„Við hjá PLAY ákváðum að koma til móts við okkar farþega“

Ef miðað er við miðaverð án farangursins, 46,600 krónur, nemur nafnabreytingin með þjónustugjaldi því rúmum 62 prósentum.

Samkvæmt upplýsingum sem fundust um skilmála Icelandair þá eru nafnabreytingar ekki gerðar: „Nafnabreyting er ekki leyfð eftir útgáfu miða nema vegna lagalegra ástæðna (s.s. kynbreyting eða nafnabreyting við hjónavígslu) eða í innanlands- og Grænlandsflugi sem bókað var fyrir 16. mars 2021.“

Mannlíf leitaði viðbragða hjá Play þar sem gegnsæi breytingagjaldsins er á reiki og erfitt fyrir viðskiptavini að sjá að við bætist þjónustugjald. Nadine Guðrún Yaghi, talsmaður Play, sendi Mannlífi svör:

  • Hvernig eiga viðskiptavinir að sjá að verðið miðist við hvern fluglegg í verðskránni?

Öll gjöld miðast við einn fluglegg stendur skýrum störfum efst í verðskránni. Þetta á við um alla þjónustu sem er listuð í verðskránni. Þú kaupir t.d. handfarangurstösku og forgang um borð á 8000 kr fyrir hvern legg.

- Auglýsing -
  • Hvaða vinna felst nákvæmlega í nafnabreytingunni sem réttlætir að hún sé u.þ.b. 50% af andvirði miðaverðsins?

„Við hjá PLAY ákváðum að koma til móts við okkar farþega með því að leyfa nafnabreytingu. Það er hins vegar langt frá því að vera sjálfsagt enda gríðarlega flókið tæknilega/kerfislega og önnur flugfélög sem við berum okkur saman við leyfa mörg hver ekki nafnabreytingu. Þegar fólk óskar eftir nafnabreytingu er það í raun að óska eftir því að samningi sé rift og nýr gerður sem er flókið eins og fyrr segir.“

  • Hvað er þjónustugjaldið nákvæmlega og af hverju er það aukalega ef nafnabreytingaþjónustan er ekki innifalin í nafnabreytingunni?

„Þjónustugjald er alltaf rukkað fyrir þjónustu sem þjónustuverið okkar veitir og er 3000 kr. Hins vegar er hægt að gera mjög margt sjálfur á „mínum síðum“ og þannig sleppa við þjónustugjald.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -