Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Lilja: „Við skulum átta okkur á einu, fram­kvæmdin er mis­lukkuð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Menningar-og við­skipta­ráð­herra, Lilja Dögg Al­freðs­dóttir, er á­nægð með skýrslu ríkis­endur­skoðunar á sölu hluts ríkisins í Ís­lands­banka:

„Þessi skýrsla mjög góð. Hún fer vel yfir það hvernig staðið var að sölunni og það sem hún er að segja okkur er að það er margt þarna sem hefði getað farið betur, þannig að ég er mjög á­nægð með þessa skýrslu,“ segir Lilja í samtali við Fréttablaðið.

Lilja hefur áður lýst yfir von­brigðum sínum með fram­kvæmd sölunnar; segir Lilja að skoðanir hennar hafi ekki breyst:

„Hún passar mjög vel við þær á­hyggjur sem ég hafði,“ segir Lilja um skýrsluna. „En við skulum átta okkur á einu: Fram­kvæmdin er mis­lukkuð. Ég hefði viljað hafa al­mennt út­boð í stað þess að fara þessa til­boðs­leið. Það hefði alveg getað verið þannig að ég hefði haft rangt fyrir mér og þarna var ráð­herrann og fleiri að fara eftir ráð­leggingum þeirra sem vinna við söluna. Þannig að skýrslan kemur ekki á ó­vart en við megum heldur ekki gleyma því að við settum á lag­girnar á sínum tíma sér­staka stofnun til þess að fara með þessi mál og þetta voru hennar ráð­leggingar og ekki bara hennar heldur þeirra sér­fræðinga sem hún var að styðja sig við,“ segir Lilja og bætir við:

„En ég held að það sem Banka­sýslan áttaði sig ekki á og þeir er­lendu sér­fræðingar sem voru að ráð­leggja henni, bæði hvað markaðurinn hér á landi er grunnur og í raun og veru hvað við erum fá­mennt sam­fé­lag.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -