Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Lítið um netárásir tyrkneska hakkara þrátt fyrir sigur Íslenska landsliðsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það var sett af stað ákveðið viðbragð við þessum árásum og tókst bara mjög vel,” segir Þóra Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Advania, um netárásir sem herjuðu yfir vefsíðu KSÍ á mánudag.

„Árásirnar fólust í því að framkalla umferð um vefinn. Það er ómögulegt að greina hvaðan þær koma,” segir Þóra og bætir við; „Við erum með varnir gegn þessu og sú vinna hefur gengið vel.“ Tilefni árásanna var þvottaburstinn sem birtist í mynd þegar tekið var viðtal við landsliðsfyrirliðann Emre Belözoglu.

Stuðningsmenn Tyrkja voru ekki par sáttir við uppátækið og sumir þeirra fullyrtu að um klósettbursta væri að ræða. Þeir litu á gjörningin sem gríðarlega móðgun við fyrirliðann og þjóðina. Þá skildu margir eftir athugasemd á Facebook-færslu KSÍ.

Vefsíða Isavia aftur fullvirk eftir tölvuárás

Mevlüt Çavuşoğlu, utanríkisráðherra Tyrklands, fordæmdi meðferðina sem tyrkneska landsliðið fékk á Keflavíkurflugvelli við komu á sunnudaginn. Hann sagði meðferðina óásættanlega og ekki í takt við góð samskipti milli ríkja. Fyrirliði landsliðsins hélt því fram að þeir hafi tafist um þrjár klukkustundir á flugvellinum vegna sérstakrar öryggisleitar. Síðar kom í ljós að rúm klukkustund leið frá lendingu þar til þeir komust út úr Leifsstöð. Þá var öryggisleitin hluti af almennu verklagi Isavia. Flug tyrknesku leikmanna kom frá flugvelli utan Schengen-svæðisins og því óvottaður.

Vefsíða Isavia, sem birtir flugupplýsingar fyrir alla íslenska áætlunarflugvelli, lá niðri í um tvo tíma vegna tölvuárása á mánudag. Samkvæmt tilkynningu Isavia er um að ræða svokallaða ddos árás. Þá er framkölluð umferð á vefsíðuna með þúsundum sýndarnotenda. Með þeim hætti náðu óprúttnir aðilar að gera vefsíðuna óvirka.

„Það er búið að vera vinna í síðunni og setja upp varnir og það hefur verið í gangi síðan á mánudaginn,” segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. „Vefsíðan hefur verið fullvirk síðan við fórum af stað í það. Mögulega hafa árásir haldið áfram en við erum þá búnir að hrinda þeim frá.” Hann segist þá ekki hafa fengið neina útlistun á því.

- Auglýsing -

Samkvæmt frétt tyrkneska fjölmiðilsins Yeni akit stóðu tyrkneskir hakkarar á bak við árásina. Hópurinn, sem kallar sig Anka Neferler Tim, hafi með þessu ætlað að hefna fyrir móttökur sem tyrkneska karlalandsliðið í fótbolta fékk á Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöld. Hakkarahópurinn heldur úti Twitter-síðu. Þar má sjá færslur sem fjalla um árásir á síðu Isavia.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -