Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Mál séra Skírnis: Bisskupsstofa svarar engu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Viðmælendur Mannlífs furða sig á flýtinum við brottrekstur séra Skírnis Garðarssonar, þ.e.a.s. að hann hafi hvorki hafi fengið áminningu né hafi tillit verið tekið til veikindavottorðs, í ljósi þess að lögin séu skýr.

Ekki má reka prest úr embættti nema viðkomandi hafi fengið tækifæri til andmæla og að undanfenginni skriflegri áminningu. Brottvikning presta úr starfi lýtur lögum um opinbera starfsmenn þrátt fyrir að þeir séu í lagalegum skilningi ekki lengur slíkir eftir að undirritaður var samningur ríkis og kirkju í september síðastliðnum. Stefnt er að útgáfu nýrra Þjóðkirkjulaga í lok þessa árs en á meðan ekki hafa verið gefnar út nýjar reglur um uppsögn presta gilda þær gömlu. Þær gömlu gera ráð fyrir því að veita þurfi andmælarétt og skriflega áminningu þar sem starfsmanni er gefinn tími til að bæta ráð sitt. Undantekningar laganna eru ef um skipulagsbreytingar er að ræða eða verið sé að leggja viðkomandi stöðu niður.

Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins 1996 nr. 70 11. júní, 21. grein: 
Ef starfsmaður hefur sýnt í starfi sínu óstundvísi eða aðra vanrækslu, óhlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns síns, vankunnáttu eða óvandvirkni í starfi, hefur ekki náð fullnægjandi árangri í starfi, hefur verið ölvaður að starfi eða framkoma hans eða athafnir í því eða utan þess þykja að öðru leyti ósæmilegar, óhæfilegar eða ósamrýmanlegar starfinu skal forstöðumaður stofnunar veita honum skriflega áminningu. Áður skal þó gefa starfsmanni kost á að tala máli sínu ef það er unnt.

Fram að síðustu áramótum voru prestar flokkaðir sem opinberir embættismenn og voru undir öllum reglum sem um þá gilda. Sem hluta af aðskilnaði ríkis og kirkju voru prestar felldir úr þeirra hópi með samkomulagi ríkis og kirkju sem undirritað var 6. september í fyrra. Í gildi eru síðan þjóðkirkjulög frá árinu 1997 þar sem hvarvetna er vísað til þess að prestar séu opinberir starfsmenn eftir því sem við á. Þessi lög munu gilda til næstu áramóta en þá er stefnt að því að ný kirkjulög leysi þau gömlu af hólmi. Í millitíðinni var áðurnefnt samkomulag undirritað milli ríkis og kirkju, samkomulag sem gildir út árið 2020 og var undirritað af þremur ráðherrum ríkisstjórnar og biskupi Íslands, þar sem fram kemur að prestar í embætti missi í engu réttindi þar til ný kirkjulög koma fram. Samkomulaginu er ætlað að tryggja að prestar njóti óbreyttra réttinda og óbreyttrar stöðu þar til nýju kirkjulögin yrðu sett.

Engin svör frá Biskupsstofu

Mannlíf óskaði eftir viðbrögðum hjá Biskupsstofu vegna brottvikningar Skírnis Garðarssonar og sendi eftirfarandi spurningar. Engin svör bárust.

- Auglýsing -

1) Gildir ekki lengur um presta það ákvæði laga um opinbera starfsmenn sem veitir þeim rétt til andmæla og skriflegrar áminningar áður en til uppsagnar kemur?

Sjá grein 21.: https://www.althingi.is/lagas/150a/1996070.html

2) Ef þið teljið ákvæðið enn gilda um presta, hvers vegna var Skírni Garðarssyni ekki veitt skrifleg áminning í þessu tilviki?

- Auglýsing -

3) Kom ekki til greina af hálfu Biskupsstofu að fresta andmælarétti Skírnis Garðarssonar og ákvörðun ykkar fram yfir það tímabil sem viðkomandi hafði sýnt fram á veikindi sín?

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -