Miðvikudagur 22. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Miðnætursundið í Laugardal drukknaði í skuldum: „Ekki er fjármagn til að halda verkefninu áfram“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á fundi menningar–, íþrótta-, og tómstundarráðs Reykjavíkurborgar var tekin sú ákvörðun að hætta með miðnæturopnun Laugardalslaugar; ástæðan er sú að kostnaðurinn var langt langt umfram þær sex milljónir sem áætlað var til verksins, en þetta kemur fram á vefnum eirikurjonsson.is.

Á fundinum áðurnefnda var málið afgreitt með þessum hætti:

„Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra þróunar og reksturs dags. 25. janúar 2023 vegna miðnæturopnunar í Laugardalslaug.

Fulltrúar meirihluta Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar leggja fram eftirfarandi bókun:

Meirihlutinn þakkar fyrir minnisblað um framkvæmd tilraunaverkefnis um miðnæturopnun í Laugardalslaug á fimmtudögum sem stóð til áramóta. Verkefnið mæltist vel fyrir einkum hjá ungu fólki á aldrinum 16-25 ára en því fylgdu ýmsar áskoranir varðandi starfsmannahald og kostnaður var meiri en lagt var upp með.

Ekki er fjármagn til að halda verkefninu áfram að sinni en eins og kemur fram í minnisblaðinu væri áhugavert að gera tilraun með miðnæturopnun í afmarkaðan tíma og tengja þá jafnvel við viðburðahald á sameinuðu sviði menningar og íþrótta, nýta sköpunarkraft starfsfólks Hins Hússins o.s.frv.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -