Sunnudagur 14. apríl, 2024
-1.9 C
Reykjavik

Milljónir manna hafa horft á þetta myndband: „Þessi sítróna er átrúnaðargoðið mitt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

San Diego-búinn Michael Sakasegawa var að klára morgunskokkið síðasta miðvikudag þegar hann kom auga á nokkuð skondið: sítrónu að velta niður brekku. Sítrónan vakti áhuga Michaels og verandi ljósmyndari þá greip hann upp símann sinn og ákvað að taka myndband af sítrónunni.

Útkoman varð tæplega tveggja mínútna langt myndband af sítrónunni er hún veltur niður brekkuna. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að um fjórar milljónir manna eru búnar að horfa á myndbandið eftir að Michael birti það á Twitter.

Það má segja að þessi sítróna sé orðið eins konar sameiningartákn netverja, en í viðtali við BuzzFeed segir Michael aldrei hafa búist við því að þetta myndband myndi slá svo rækilega í gegn.

Fjölmargir hafa tíst um sítrónuna og skrifar einn tístari að sítrónan hafi veitt honum von.

„Þessi sítróna er kappsamari en ég. Þessi sítróna var að fara eitthvað. Þessi sítróna ætlaði ekki að leyfa neinum að eyðileggja það. Þessi sítróna ætlaði ekki að stoppa fyrir neinu né neinum. Þessi sítróna er átrúnaðargoðið mitt og fyrirmyndin mín. Ég elska þessa sítrónu.“

- Auglýsing -

Aðrir slá á létta strengi og skilja ekki af hverju myndbandið varð svo vinsælt.

2008: Upptekin af því að finna jafnvægi á milli fjölskyldulífs og vinnu.

2018: Upptekin af því að horfa á myndband af sítrónu rúlla niður götuna,“ tístir einn tístari.

- Auglýsing -

Því má bæta við að Michael tók sítrónuna heim með sér og hefur fengið fjölmargar uppástungur frá netverjum um hvað hann eigi að gera við hana.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan, og já, það er furðulega dáleiðandi:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -