Miðvikudagur 27. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Mun fleiri Íslendingar á Tene en í fyrra: „Götur hér eru ógeðslegar, drulla út um allt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú er það deginum ljósara að Íslendingar hafa aldrei verið fleiri á Tenerife yfir jól og áramót; en varlega áætlað er að fjöldinn sé á milli átta og níu þúsund talsins – tæplega helmingi fleiri en í fyrra.

Þetta kemur fram á vefmiðlinum Vísi, en rætt var við Svala Kaldalóns á Tenerife á Bylgjunni í morgun, er hann var í óða önn við að sópa sandhrúgum sem safnast höfðu upp fyrir framan húsið hans.

Engin bongóblíða hefur verið á Tenerife þessi misserin; rok og rigning hefur undanfarna tvo daga:

„Hér hefur verið mikið sandfok. Mjög hvasst í gær og rigning. Í dag er strekkingsgustur úr austri með öllum sandinum frá Sahara,“ segir Svali og bætir við að nú er ríkjandi svokallað Calima-ásand – heitur vindur úr suðri sem ber með sér sandský frá Sahara:

„Þá fær maður sandinn óþveginn í andlitið,“ segir Svali og bætir við að þetta sé óvenjulegt í desember og yfir jólin:

„Allar götur hér eru ógeðslegar. Það er drulla út um allt og á gangstéttum. Það verður mikið að gera hjá bæjarstarfsmönnum næstu dagana.“

- Auglýsing -

Allskyns ferðir sem bókaðar voru út um alla eyjuna þurfti að fella niður vegna veðursins.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -