Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.8 C
Reykjavik

Notre Dame bruninn vekur sjöfaldan áhuga vesturlandabúa á við hryðjuverkin í Sri Lanka

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Netverjar á vesturlöndum hafa sjöfalt meiri áhuga á brunanum í Notre Dame en hryðjuverkunum í Sri Lanka samkvæmt upplýsingum frá Google.

Nýjustu tölur herma að tala látinna í Sri Lanka sé 321 manns. Samkvæmt upplýsingum um leitarorð frá Google Trend voru orðin „Notre Dame” sjö sinnum algengari en „Sri Lanka” í vesturlöndum. Fréttamiðillinn Al Jazeera greinir frá.

Algengi leitarorðanna virðast svæðisbundin en í einungis þremur löndum var frekar leitast eftir fréttum af Sri Lanka; á Indlandi, í Indónesíu og Sameinuðu Arabísku furstadæmunum. Upplýsingafræðingur Al Jazeera, Gabriele Kahlout, segir muninn liggja í getu lesanda til að tengja við fréttina en bruninn í París er því í námunda við vesturlönd. Á móti er Sri Lanka nær Indlandi og er tengingin þar í landi sterkari.

„Þetta er munstur sem við sjáum reglulega. Þegar fréttir af flugslysi Eþiopian airlines braust út, tilkynnti Google Trends að Bandaríkjamenn leituðu þá aðallega eftir mögulegum dauðsföllum samlanda sinna í slysinu,” hefur Al Jazeera eftir Gabriel.

Yfir 500 manns særðust í árásinni í Sri Lanka en heilbrigðisráðherra þar í landi fullyrti að rekja mætti árásina til hryðjuverkasamtaka sem starfræk er innanlands. Þó hafa engin samtök lýst yfir ábyrgð.

Þrátt fyrir að bruninn í París hafi ekki valdið neinum slysum eða dauðsföllum er hins vegar um mikil menningarverðmæti að ræða. Uppbygging á Notre Dame hófst árið 1160 og stóð yfir um 100 ár. Á tíma frönsku byltingarinnar varð dómkirkjan fyrir talsverðum skemmdum en endurbætur fóru ekki fram fyrr en á árunum 1844-1864. Skáldsaga Victors Hugo „Hringjarinn í Notre Dame” var gefin út árið 1831 og tókst að endurvekja áhuga borgarbúa á dómkirkjunni sögufrægu.

Varð skáldsagan þannig kveikurinn að framkvæmdunum. Notre Dame, sem var reist í gotneskum stíl, tekur á móti um 13 milljónum ferðamanna ár hvert.

- Auglýsing -

Samkvæmt Google Trends var tíðni leitarorða tengd Notre Dame yfir 90% meiri í Frakklandi, Mexíkó, Argentínu, Ítalíu og Brasilíu en leitarorð tengd Sri Lanka.

Sjá einnig: Íslendingar í París í áfalli vegna Notre Dame: „Þetta er hryllingur!”

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -