Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Nýtt líf Jóhönnu Guðrúnar eftir skilnað: Ferillinn í máli og myndum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og fram hefur komið þá hafa Stórsöngkonan Jó­hanna Guðrún Jóns­dótt­ir og eiginmaður hennar, Davíð Sig­ur­geirs­son, ákveðið að enda hjónaband sitt, en þau giftust í Garðakirkju fyrir þremur árum.

Jóhanna Guðrún er ein dáðasta söngkona landsins og hefur verið lengi; byrjaði sem barnastjarna  og er ein af fáum slíkum sem náði að þróa og þroska feril sinn þannig að úr varð glæsilegur ferill sem sér ekki fyrir endann á. Til dæmis varð hún í öðru sæti Eurovision árið 2009 með laginu Is It True?

Jóhanna Guðrún og fyrrum eiginmaður hennar hafa unnið mikið sam­an, en Davíð er þrælmagnaður tónlistarmaður og afar fjölhæfur; frábær gít­ar­leik­ari og út­setj­ari og þá hefur hann verið kór­stjórn­andi með miklum glans.

- Auglýsing -

Hjón­in hafa verið áber­andi hvort á sínu sviði en líka unnið mikið sam­an. Jó­hanna Guðrún þykir ein af framúrsk­ar­andi söng­kon­um lands­ins og hef­ur hún tekið þátt í ýms­um æv­in­týr­um eins og að keppa fyr­ir Íslands hönd í Eurovi­son. Svo söng hún hinn ódauðlega smell Baggal­úts, Mamma þarf að djamma, sem all­ar ein­hleyp­ar mæður lands­ins og reyndar bara allir sungu há­stöf­um á skemmtistöðum landsins.

Jóhanna Guðrún „lauk grunnskóla í Setbergsskóla í Hafnarfirði og fór svo í Flensborg en hætti fyrir stúdentspróf, ég hafði svo mikið að gera í tónlistinni að ég átti nóg með það. Menntun er auðvitað mikilvæg en í tónlistarbransanum snýst málið frekar um reynslu og getu.“

- Auglýsing -

Jóhanna Guðrún er hörkutól sem hefur farið langt í tónlistinni, en ekki bara vegna hæfileikanna, heldur líka vegna hörkunnar, því hún hefur verið gigtarsjúklingur alla sína ævi.

„Ég þekki lítið annað en vera með verki einhvers staðar í líkamanum. Ég er þó ekkert sérstaklega góð í hvíla mig, finnst það mjög leiðinlegt – ekki getur maður setið og „borað í nefið“ allan daginn, ég nenni því ekki. það er kannski minn Akkilesarhæll hvað ég er eirðarlaus. Ég fæ beinlínis samviskubit ef ég sest niður og horfi á sjónvarpið eða les í bók – mér finnst þá að ég ætti að vera að gera eitthvað annað,“ sagði hún á sínum tíma í viðtali við gigt.is

Varðandi gigtina þá segir Jóhanna Guðrún að „ég hugsa að ég hafi alla tíð verið með gigt. Ég hallast að því að þetta hafi byrjað í maganum. Sumar rannsóknir sýna að slíkt gerist, byrji í maganum en fari svo út í ónæmiskerfið. Ég var  „magabarn“, grét mikið og foreldrar mínir fóru með mig í allskonar rannsóknir. Það var meira að segja tekið á vídeóband hvernig ég grét og grét á kvöldin og næturnar.

Hún fæddist í Danmörku en „við fluttumst heim til Íslands þegar ég var tveggja ára. Bjuggum fyrst í fallegri íbúð í Drápuhlíðinni, þaðan á ég mínar fyrstu minningar. Í Setbergið fluttum við svo þegar ég var átta ára – síðan hef ég verið Hafnfirðingur – ekki þó Gaflari.

Þegar fólk heyrir að ég sé með liðagigt spyr það gjarnan: „Er þér þá illt í liðunum?“ – En það er svo margt fleira sem fylgir. Ég fæ stundum mjög háan hita, skelf öll og þótt ég sé ekki greind með vefjagigt þá verð ég aum í vöðvunum. Svona köst standa yfirleitt ekki mjög lengi því það eru komin svo margvísleg lyf sem slá á þessi einkenni. Það er þannig með gigtina að maður ber veikindin ekki utan á sér. Ég lít ekki út fyrir að vera lasin. Auk þess reyni ég alltaf að bera mig vel, ég haltra til dæmis ekki þótt ég sé að drepast í fótunum af bólgum. Ég er mikið á háum hælum þegar ég er að syngja en ég finn fyrir afleiðingunum næstu daga. Þá er ég slæm í bakinu, það er blettur á mjóbakinu á mér þar sem ég hef ekki tilfinningu í húðinni. Og oft er ég með stanslausan bakverk. En ég er heppin að hafa sönginn, hann er mín guðsgjöf. Ég gæti ekki unnið að jafnaði milli átta og fimm á daginn, ég væri of lasin til þess. En í starfi mínu sem söngkona get ég „tjaslað mér saman“ og gert það sem ég þarf að gera. Ég þekki mín takmörk og fer ekki út fyrir þau.“

Jóhanna Guðrún segir að hún gleymi gigtinni þegar hún er á sviðinu:

„Mér líður vel á sviðinu, þar er ég með allt á hreinu og finnst eðlilegt að vera. Sársaukinn eiginlega hverfur upp á sviði þegar adrenalínið „kikkar“ inn. En mér finnst skrítið að fara á tónleika hjá öðrum, finnst ég vera vitlausu megin við sviðið og fer því frekar sjaldan. Mér finnst gaman að syngja flestar tegundir tónlistar, svo sem Kántrýmúsik, elska stórar ballöður og rokkið finnst mér æðislegt. Þetta hefur kannski verið ókostur því fólk vill gjarna flokka mann í eitthvert hólf. Ég passa í nokkuð mörg hólf, þannig séð.“ Svo er bara að sjá hvað tíminn leiðir í ljós varðandi feril þessarrar glæsilegu og frábæru söngkonu – vonandi heyrum við sem fyrst og sem mest í henni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -