Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Ófremdarástand í Grafarvogi – „Ég sat á bekk og horfði á ykkur bræður kasta þessum steinum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Enn á ný voru skemmdarverk unnin hér á bílaplaninu við Breiðavík 31 til 33. Grjóti var hent ofan á húddið á bílnum okkar þar sem eru tvær dældir, og steinninn skilinn eftir,“ segir Svala Sigríður Thomsen íbúi í Grafarvogi og bætir við:

„Fleiri bílar hafa verið rispaðir eftir endilöngu, auk þeirra alvarlegu spellvirkja sem voru unnin um daginn þegar boltar voru losaðir á dekkjum þannig að dekkin duttu undan þegar bílnum var bakkað út úr skýli.“

Hún segir að „við þurfum ekki leyfi persónuverndar heldur samþykkis allra forráðamanna átta íbúða fyrir öryggismyndavélum, en það er í vinnslu. Einnig kölluðum við til lögreglu til að sjá skemmdir.“

Svala segir þetta í Facebook-grúppunni Íbúar í Grafarvogi og hefur færsla hennar vakið mikla athygli þar. Virkir í athugasemdum eru ófeimnir við að tjá sig og til að mynda segir Sveinn Atli Pétursson þetta: „Baldvin Þór Berndsen, stíg þú á stafnin það varst nu þu sem hentir steininum.“

Baldvin svarar að bragði: „Brynjar Már Halldórsson og Sveinn Atli Pétursson, myndi bara koma fram sem fyrst áður en þetta endar í stærra máli og meira veseni! Sveinn Atli Pétursson, ég sat á bekk og horfði á ykkur bræður Brynjar Már Halldórsson kasta þessum steinum, ekkert svona!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -